Lífið

Refsað fyrir klúður með fullri skeið af kryddi

Andri Eysteinsson skrifar
Birkir og Agnes voru á meðal þátttakenda.
Birkir og Agnes voru á meðal þátttakenda. YouTube/Kósý.
Flestir kannast við tölvuleikinn Sprengjuleit eða MineSweeper. Leikinn var að finna í PC-tölvum í langan tíma og eflaust margir sem eyddu netlausum stundum í að klikka á kassa og vonuðust eftir því að hitta ekki á sprengju, enda voru ekki allir með á hreinu hvernig leikurinn virkaði í raun og veru.

Íslenska YouTube-rásin kósý. ákvað að bjóða upp á sína útgáfu af Minesweeper en helsti munurinn er sá að leikur kósý. er ekki spilaður í tölvu og þegar leikmaður lendir á sprengju er honum boðið upp á heila skeið af kryddi.

Kryddin sem boðið var upp á voru fimm talsins: Basilika, Paprika, Engifer, Hvítur pipar og Cayenne pipar.

Þrjú pör léku leikinn en óhætt er að segja að ekki allir nutu bragðsprengjunnar í skeiðinni jafn mikið.

Sjón er að sjálfsögðu sögu ríkari og má sjá Sprengjuleit: KRYDD myndband kósý. hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×