Kiel lenti í smá vandræðum en komst í undanúrslitin á Super Globe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 13:13 Nikola Bilyk lék vel í dag. Getty/Martin Rose Þýsku bikarmeistararnir í Kiel eru komnir áfram í undanúrslit á heimsmeistarakeppni félagsliða, IHF Super Globe, eftir fjögurra marka sigur á egypska félaginu Zamalek SC, 32-28. Kiel missti forskotið niður í eitt mark um miðjan seinni hálfleik en tókst að landa sigri með ágætum endaspretti. Íslenski leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk ekkert að spila með Kiel í þessum leik og sat því á bekknum allan tímann. Gísli var einn af þremur leikmönnum Kiel á skýrslu sem fengu ekki að koma við sögu en hinir voru þeir Ole Rahmel og Pavel Horák. Nikola Bilyk og Niclas Ekberg voru markahæstir hjá Kiel með níu mörk hvor en Ekberg skoraði fjögur af mörkum sínum af vítalínunni. Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk var líka með fimm stoðsendingar og kom því að fjórtán mörkum Kiel í leiknum. Niklas Landin Jacobsen varði þrettán skot þar af tvö vítaköst. Kiel komst í 6-3 og 13-7 í fyrri hálfleiknum og var 18-12 yfir í hálfleik. Egyptarnir unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 5-1 og komu muninum niður í eitt mark, 19-20, 20-21 og 21-22, þegar tuttugu mínútur voru eftir. Leikmenn Kiel gáfu þá aftur í og lönduðu nokkuð öruggum sigri. Kiel mætir væntanlega Evrópumeisturum RK Vardar í undanúrslitunum á morgun en RK Vardar spilar við Al Mudhar frá Sádí Arabíu í sínum leik í átta liða úrslitunum seinna í dag. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Þýsku bikarmeistararnir í Kiel eru komnir áfram í undanúrslit á heimsmeistarakeppni félagsliða, IHF Super Globe, eftir fjögurra marka sigur á egypska félaginu Zamalek SC, 32-28. Kiel missti forskotið niður í eitt mark um miðjan seinni hálfleik en tókst að landa sigri með ágætum endaspretti. Íslenski leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk ekkert að spila með Kiel í þessum leik og sat því á bekknum allan tímann. Gísli var einn af þremur leikmönnum Kiel á skýrslu sem fengu ekki að koma við sögu en hinir voru þeir Ole Rahmel og Pavel Horák. Nikola Bilyk og Niclas Ekberg voru markahæstir hjá Kiel með níu mörk hvor en Ekberg skoraði fjögur af mörkum sínum af vítalínunni. Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk var líka með fimm stoðsendingar og kom því að fjórtán mörkum Kiel í leiknum. Niklas Landin Jacobsen varði þrettán skot þar af tvö vítaköst. Kiel komst í 6-3 og 13-7 í fyrri hálfleiknum og var 18-12 yfir í hálfleik. Egyptarnir unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 5-1 og komu muninum niður í eitt mark, 19-20, 20-21 og 21-22, þegar tuttugu mínútur voru eftir. Leikmenn Kiel gáfu þá aftur í og lönduðu nokkuð öruggum sigri. Kiel mætir væntanlega Evrópumeisturum RK Vardar í undanúrslitunum á morgun en RK Vardar spilar við Al Mudhar frá Sádí Arabíu í sínum leik í átta liða úrslitunum seinna í dag.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti