Heitavatnsfundur gerbreytir stöðu Suðureyrar: „Miklu meira en að finna olíu“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 15:20 Magnið úr borholunni er um það bil fjórfalt meira en þorpið þarfnast. FBL/Sigtryggur Ari Súgfirðingar brosa allan hringinn þessa dagana eftir að heitt vatn fannst að Laugum í Súgandafirði í vikunni. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir þetta gjörbreyta stöðu Súgandafjarðar því þetta heita vatn sé margfalt verðmætara en olía. Orkubú Vestfjarða boraði eftir jarðhita að Laugum í botni Súgandafjarðar en á 940 metra dýpi tók rúmlega 60 gráðu heitt vatn að streyma upp úr holunni. Í Súgandafirði stendur þorpið Suðureyri sem tilheyrir Ísafjarðarbæ en Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri segir magnið úr borholunni vera fjórfalt meira en þorpið þarf. Getur þetta því hæglega opnað dyr fyrir aukna atvinnustarfsemi á staðnum. Þá kveikir þessi fundur einnig vonir um að heitt vatn verði að finna á öðrum stöðum.Fyrirtæki reiða sig á heitt vatn Ávinningurinn er þó margþættur. Í fyrsta lagi er vatnið á Suðureyri, líkt og víðast hvar á Vestfjörðum, hitað með rafmagni en nú verður sá kostnaður úr sögunni.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Þetta hefur engar stórkostlegar breytingar í för með sér fyrir þá sem njóta sérkjara eða niðurgreiðslu, nema nú erum við að gera þetta á umhverfisvænni hátt. Kostnaður bæjarins vegna kyndingar á grunnskólanum mun hrynja. Nú fáum við heitt vatn úr jörðinni fyrir sundlaugina og þurfum ekki að reiða okkur á ölmusu af því við erum á köldu svæði,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundur mun þessi fundur gerbreyta því hvernig atvinnustarfsemi er hægt að laða til Súgandafjarðar. „Öll fyrirtæki sem reiða sig á heitt vatn, hvort sem það er seiðaeldisstöð eða hafnsækin starfsemi, allt í einu er Súgandafjörður orðinn heiti reiturinn. Ef fyrirtæki eru að hugsa um hvar þau eiga að byggja upp starfsemi, þá viltu vera nálægt heitu vatni. Þetta er fjórfalt meira en þorpið þarf. Þetta gerbreytir atvinnumöguleikum Súgandafjarðar og Suðureyrar.“Kveikir vonir um heitt vatn á nærliggjandi svæðum Þá bendir Guðmundur á að ef að heitur reitur er á kílómetradýpi við gangamunna Vestfjarðarganga í Súgandafirði, þá hljóta menn að þurfa að skoða nærliggjandi svæði, til dæmis í Tungudal í Skutulsfirði þar sem Ísafjörður stendur. Þar er einnig að finna gangamunna Vestfjarðaganga sem tengja Ísafjörð, Suðureyri og Flateyri sem öll tilheyra Ísafjarðarbæ ásamt Þingeyri.Vonast er til að þessi heitavatnsfundur auki áhuga á að leita enn frekar að heitu vatni í Tungudal.Map.is„Í Tungudal hafa verið gerðar tilraunaboranir og einhverjir vilja meina að þar hafi verið hætt of snemma. En þetta hlýtur að renna stoðum undir að í Tungudal sé heitur reitur sem þarf að kanna betur. Þetta gæti verið upptaktur að enn stærra máli. Á ísköldu svæði og á elsta bergi Íslands, þá er þetta miklu meira en að finna olíu. Þetta gerbreytir öllu, bæði í umhverfislegu tilliti og framtíðarmöguleikum. Þetta er stærra mál en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Guðmundur.Reyna að hraða tengingu Hann segir þennan fund einnig svo nærtækan. Þegar innviðauppbygging er rædd þá er oft talað um áætlanir í árum, en í þessu tilviki gætu aðeins liðið mánuðir þar til búið verður að tengja heita vatnið inn á kerfið. „Þetta er vel þekkt tækni. Þegar þú finnur heita vatnið er björninn unninn. Auðvitað er einhver kostnaður en fyrir þann sem veitir er það ekkert rosalega flókin tæknilega útfærsla að tengja inn á kerfið. Ávinningurinn af því að hætta að rafkynda er svo mikill að þú reynir að hraða því eins og þú getur að tengja,“ segir Guðmundur.Mynd sem tekin var við loftdælingu úr borholunni 25. ágúst.OVÁ vef Orkubús Vestfjarða kemur fram að fullsnemmt sé að fullyrða nákvæmlega um magnið sem streymir úr borholunni, en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að það séu um að minnsta kosti þrjátíu lítrar á sekúndu, sem er þrefalt til fjórfalt það magn sem eldri holan gaf. Hitastigið er um 63 gráður en reiknað er með að það fari í að minnsta kosti 67 gráður. Ellefu rannsóknarholur voru boraðar á árunum 2016 til 2018, til að ákveða staðsetningu á vinnsluholunni, en áður höfðu farið fram rannsóknir og rýni á eldri gögnum. Vænta má að heildarkostnaður við verkefnið verði á þriðja hundrað milljónir króna. Þar er um að ræða kostnað við rannsóknir, borun á rannsóknarholum, úrvinnslu gagna og undirbúning og borun vinnsluholu. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sér um borun vinnsluholunnar og notar til verksins borinn „NASA“ Ísafjarðarbær Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Súgfirðingar brosa allan hringinn þessa dagana eftir að heitt vatn fannst að Laugum í Súgandafirði í vikunni. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir þetta gjörbreyta stöðu Súgandafjarðar því þetta heita vatn sé margfalt verðmætara en olía. Orkubú Vestfjarða boraði eftir jarðhita að Laugum í botni Súgandafjarðar en á 940 metra dýpi tók rúmlega 60 gráðu heitt vatn að streyma upp úr holunni. Í Súgandafirði stendur þorpið Suðureyri sem tilheyrir Ísafjarðarbæ en Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri segir magnið úr borholunni vera fjórfalt meira en þorpið þarf. Getur þetta því hæglega opnað dyr fyrir aukna atvinnustarfsemi á staðnum. Þá kveikir þessi fundur einnig vonir um að heitt vatn verði að finna á öðrum stöðum.Fyrirtæki reiða sig á heitt vatn Ávinningurinn er þó margþættur. Í fyrsta lagi er vatnið á Suðureyri, líkt og víðast hvar á Vestfjörðum, hitað með rafmagni en nú verður sá kostnaður úr sögunni.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Þetta hefur engar stórkostlegar breytingar í för með sér fyrir þá sem njóta sérkjara eða niðurgreiðslu, nema nú erum við að gera þetta á umhverfisvænni hátt. Kostnaður bæjarins vegna kyndingar á grunnskólanum mun hrynja. Nú fáum við heitt vatn úr jörðinni fyrir sundlaugina og þurfum ekki að reiða okkur á ölmusu af því við erum á köldu svæði,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundur mun þessi fundur gerbreyta því hvernig atvinnustarfsemi er hægt að laða til Súgandafjarðar. „Öll fyrirtæki sem reiða sig á heitt vatn, hvort sem það er seiðaeldisstöð eða hafnsækin starfsemi, allt í einu er Súgandafjörður orðinn heiti reiturinn. Ef fyrirtæki eru að hugsa um hvar þau eiga að byggja upp starfsemi, þá viltu vera nálægt heitu vatni. Þetta er fjórfalt meira en þorpið þarf. Þetta gerbreytir atvinnumöguleikum Súgandafjarðar og Suðureyrar.“Kveikir vonir um heitt vatn á nærliggjandi svæðum Þá bendir Guðmundur á að ef að heitur reitur er á kílómetradýpi við gangamunna Vestfjarðarganga í Súgandafirði, þá hljóta menn að þurfa að skoða nærliggjandi svæði, til dæmis í Tungudal í Skutulsfirði þar sem Ísafjörður stendur. Þar er einnig að finna gangamunna Vestfjarðaganga sem tengja Ísafjörð, Suðureyri og Flateyri sem öll tilheyra Ísafjarðarbæ ásamt Þingeyri.Vonast er til að þessi heitavatnsfundur auki áhuga á að leita enn frekar að heitu vatni í Tungudal.Map.is„Í Tungudal hafa verið gerðar tilraunaboranir og einhverjir vilja meina að þar hafi verið hætt of snemma. En þetta hlýtur að renna stoðum undir að í Tungudal sé heitur reitur sem þarf að kanna betur. Þetta gæti verið upptaktur að enn stærra máli. Á ísköldu svæði og á elsta bergi Íslands, þá er þetta miklu meira en að finna olíu. Þetta gerbreytir öllu, bæði í umhverfislegu tilliti og framtíðarmöguleikum. Þetta er stærra mál en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Guðmundur.Reyna að hraða tengingu Hann segir þennan fund einnig svo nærtækan. Þegar innviðauppbygging er rædd þá er oft talað um áætlanir í árum, en í þessu tilviki gætu aðeins liðið mánuðir þar til búið verður að tengja heita vatnið inn á kerfið. „Þetta er vel þekkt tækni. Þegar þú finnur heita vatnið er björninn unninn. Auðvitað er einhver kostnaður en fyrir þann sem veitir er það ekkert rosalega flókin tæknilega útfærsla að tengja inn á kerfið. Ávinningurinn af því að hætta að rafkynda er svo mikill að þú reynir að hraða því eins og þú getur að tengja,“ segir Guðmundur.Mynd sem tekin var við loftdælingu úr borholunni 25. ágúst.OVÁ vef Orkubús Vestfjarða kemur fram að fullsnemmt sé að fullyrða nákvæmlega um magnið sem streymir úr borholunni, en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að það séu um að minnsta kosti þrjátíu lítrar á sekúndu, sem er þrefalt til fjórfalt það magn sem eldri holan gaf. Hitastigið er um 63 gráður en reiknað er með að það fari í að minnsta kosti 67 gráður. Ellefu rannsóknarholur voru boraðar á árunum 2016 til 2018, til að ákveða staðsetningu á vinnsluholunni, en áður höfðu farið fram rannsóknir og rýni á eldri gögnum. Vænta má að heildarkostnaður við verkefnið verði á þriðja hundrað milljónir króna. Þar er um að ræða kostnað við rannsóknir, borun á rannsóknarholum, úrvinnslu gagna og undirbúning og borun vinnsluholu. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sér um borun vinnsluholunnar og notar til verksins borinn „NASA“
Ísafjarðarbær Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira