Heitavatnsfundur gerbreytir stöðu Suðureyrar: „Miklu meira en að finna olíu“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 15:20 Magnið úr borholunni er um það bil fjórfalt meira en þorpið þarfnast. FBL/Sigtryggur Ari Súgfirðingar brosa allan hringinn þessa dagana eftir að heitt vatn fannst að Laugum í Súgandafirði í vikunni. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir þetta gjörbreyta stöðu Súgandafjarðar því þetta heita vatn sé margfalt verðmætara en olía. Orkubú Vestfjarða boraði eftir jarðhita að Laugum í botni Súgandafjarðar en á 940 metra dýpi tók rúmlega 60 gráðu heitt vatn að streyma upp úr holunni. Í Súgandafirði stendur þorpið Suðureyri sem tilheyrir Ísafjarðarbæ en Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri segir magnið úr borholunni vera fjórfalt meira en þorpið þarf. Getur þetta því hæglega opnað dyr fyrir aukna atvinnustarfsemi á staðnum. Þá kveikir þessi fundur einnig vonir um að heitt vatn verði að finna á öðrum stöðum.Fyrirtæki reiða sig á heitt vatn Ávinningurinn er þó margþættur. Í fyrsta lagi er vatnið á Suðureyri, líkt og víðast hvar á Vestfjörðum, hitað með rafmagni en nú verður sá kostnaður úr sögunni.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Þetta hefur engar stórkostlegar breytingar í för með sér fyrir þá sem njóta sérkjara eða niðurgreiðslu, nema nú erum við að gera þetta á umhverfisvænni hátt. Kostnaður bæjarins vegna kyndingar á grunnskólanum mun hrynja. Nú fáum við heitt vatn úr jörðinni fyrir sundlaugina og þurfum ekki að reiða okkur á ölmusu af því við erum á köldu svæði,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundur mun þessi fundur gerbreyta því hvernig atvinnustarfsemi er hægt að laða til Súgandafjarðar. „Öll fyrirtæki sem reiða sig á heitt vatn, hvort sem það er seiðaeldisstöð eða hafnsækin starfsemi, allt í einu er Súgandafjörður orðinn heiti reiturinn. Ef fyrirtæki eru að hugsa um hvar þau eiga að byggja upp starfsemi, þá viltu vera nálægt heitu vatni. Þetta er fjórfalt meira en þorpið þarf. Þetta gerbreytir atvinnumöguleikum Súgandafjarðar og Suðureyrar.“Kveikir vonir um heitt vatn á nærliggjandi svæðum Þá bendir Guðmundur á að ef að heitur reitur er á kílómetradýpi við gangamunna Vestfjarðarganga í Súgandafirði, þá hljóta menn að þurfa að skoða nærliggjandi svæði, til dæmis í Tungudal í Skutulsfirði þar sem Ísafjörður stendur. Þar er einnig að finna gangamunna Vestfjarðaganga sem tengja Ísafjörð, Suðureyri og Flateyri sem öll tilheyra Ísafjarðarbæ ásamt Þingeyri.Vonast er til að þessi heitavatnsfundur auki áhuga á að leita enn frekar að heitu vatni í Tungudal.Map.is„Í Tungudal hafa verið gerðar tilraunaboranir og einhverjir vilja meina að þar hafi verið hætt of snemma. En þetta hlýtur að renna stoðum undir að í Tungudal sé heitur reitur sem þarf að kanna betur. Þetta gæti verið upptaktur að enn stærra máli. Á ísköldu svæði og á elsta bergi Íslands, þá er þetta miklu meira en að finna olíu. Þetta gerbreytir öllu, bæði í umhverfislegu tilliti og framtíðarmöguleikum. Þetta er stærra mál en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Guðmundur.Reyna að hraða tengingu Hann segir þennan fund einnig svo nærtækan. Þegar innviðauppbygging er rædd þá er oft talað um áætlanir í árum, en í þessu tilviki gætu aðeins liðið mánuðir þar til búið verður að tengja heita vatnið inn á kerfið. „Þetta er vel þekkt tækni. Þegar þú finnur heita vatnið er björninn unninn. Auðvitað er einhver kostnaður en fyrir þann sem veitir er það ekkert rosalega flókin tæknilega útfærsla að tengja inn á kerfið. Ávinningurinn af því að hætta að rafkynda er svo mikill að þú reynir að hraða því eins og þú getur að tengja,“ segir Guðmundur.Mynd sem tekin var við loftdælingu úr borholunni 25. ágúst.OVÁ vef Orkubús Vestfjarða kemur fram að fullsnemmt sé að fullyrða nákvæmlega um magnið sem streymir úr borholunni, en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að það séu um að minnsta kosti þrjátíu lítrar á sekúndu, sem er þrefalt til fjórfalt það magn sem eldri holan gaf. Hitastigið er um 63 gráður en reiknað er með að það fari í að minnsta kosti 67 gráður. Ellefu rannsóknarholur voru boraðar á árunum 2016 til 2018, til að ákveða staðsetningu á vinnsluholunni, en áður höfðu farið fram rannsóknir og rýni á eldri gögnum. Vænta má að heildarkostnaður við verkefnið verði á þriðja hundrað milljónir króna. Þar er um að ræða kostnað við rannsóknir, borun á rannsóknarholum, úrvinnslu gagna og undirbúning og borun vinnsluholu. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sér um borun vinnsluholunnar og notar til verksins borinn „NASA“ Ísafjarðarbær Orkumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Súgfirðingar brosa allan hringinn þessa dagana eftir að heitt vatn fannst að Laugum í Súgandafirði í vikunni. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir þetta gjörbreyta stöðu Súgandafjarðar því þetta heita vatn sé margfalt verðmætara en olía. Orkubú Vestfjarða boraði eftir jarðhita að Laugum í botni Súgandafjarðar en á 940 metra dýpi tók rúmlega 60 gráðu heitt vatn að streyma upp úr holunni. Í Súgandafirði stendur þorpið Suðureyri sem tilheyrir Ísafjarðarbæ en Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri segir magnið úr borholunni vera fjórfalt meira en þorpið þarf. Getur þetta því hæglega opnað dyr fyrir aukna atvinnustarfsemi á staðnum. Þá kveikir þessi fundur einnig vonir um að heitt vatn verði að finna á öðrum stöðum.Fyrirtæki reiða sig á heitt vatn Ávinningurinn er þó margþættur. Í fyrsta lagi er vatnið á Suðureyri, líkt og víðast hvar á Vestfjörðum, hitað með rafmagni en nú verður sá kostnaður úr sögunni.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Þetta hefur engar stórkostlegar breytingar í för með sér fyrir þá sem njóta sérkjara eða niðurgreiðslu, nema nú erum við að gera þetta á umhverfisvænni hátt. Kostnaður bæjarins vegna kyndingar á grunnskólanum mun hrynja. Nú fáum við heitt vatn úr jörðinni fyrir sundlaugina og þurfum ekki að reiða okkur á ölmusu af því við erum á köldu svæði,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundur mun þessi fundur gerbreyta því hvernig atvinnustarfsemi er hægt að laða til Súgandafjarðar. „Öll fyrirtæki sem reiða sig á heitt vatn, hvort sem það er seiðaeldisstöð eða hafnsækin starfsemi, allt í einu er Súgandafjörður orðinn heiti reiturinn. Ef fyrirtæki eru að hugsa um hvar þau eiga að byggja upp starfsemi, þá viltu vera nálægt heitu vatni. Þetta er fjórfalt meira en þorpið þarf. Þetta gerbreytir atvinnumöguleikum Súgandafjarðar og Suðureyrar.“Kveikir vonir um heitt vatn á nærliggjandi svæðum Þá bendir Guðmundur á að ef að heitur reitur er á kílómetradýpi við gangamunna Vestfjarðarganga í Súgandafirði, þá hljóta menn að þurfa að skoða nærliggjandi svæði, til dæmis í Tungudal í Skutulsfirði þar sem Ísafjörður stendur. Þar er einnig að finna gangamunna Vestfjarðaganga sem tengja Ísafjörð, Suðureyri og Flateyri sem öll tilheyra Ísafjarðarbæ ásamt Þingeyri.Vonast er til að þessi heitavatnsfundur auki áhuga á að leita enn frekar að heitu vatni í Tungudal.Map.is„Í Tungudal hafa verið gerðar tilraunaboranir og einhverjir vilja meina að þar hafi verið hætt of snemma. En þetta hlýtur að renna stoðum undir að í Tungudal sé heitur reitur sem þarf að kanna betur. Þetta gæti verið upptaktur að enn stærra máli. Á ísköldu svæði og á elsta bergi Íslands, þá er þetta miklu meira en að finna olíu. Þetta gerbreytir öllu, bæði í umhverfislegu tilliti og framtíðarmöguleikum. Þetta er stærra mál en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Guðmundur.Reyna að hraða tengingu Hann segir þennan fund einnig svo nærtækan. Þegar innviðauppbygging er rædd þá er oft talað um áætlanir í árum, en í þessu tilviki gætu aðeins liðið mánuðir þar til búið verður að tengja heita vatnið inn á kerfið. „Þetta er vel þekkt tækni. Þegar þú finnur heita vatnið er björninn unninn. Auðvitað er einhver kostnaður en fyrir þann sem veitir er það ekkert rosalega flókin tæknilega útfærsla að tengja inn á kerfið. Ávinningurinn af því að hætta að rafkynda er svo mikill að þú reynir að hraða því eins og þú getur að tengja,“ segir Guðmundur.Mynd sem tekin var við loftdælingu úr borholunni 25. ágúst.OVÁ vef Orkubús Vestfjarða kemur fram að fullsnemmt sé að fullyrða nákvæmlega um magnið sem streymir úr borholunni, en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að það séu um að minnsta kosti þrjátíu lítrar á sekúndu, sem er þrefalt til fjórfalt það magn sem eldri holan gaf. Hitastigið er um 63 gráður en reiknað er með að það fari í að minnsta kosti 67 gráður. Ellefu rannsóknarholur voru boraðar á árunum 2016 til 2018, til að ákveða staðsetningu á vinnsluholunni, en áður höfðu farið fram rannsóknir og rýni á eldri gögnum. Vænta má að heildarkostnaður við verkefnið verði á þriðja hundrað milljónir króna. Þar er um að ræða kostnað við rannsóknir, borun á rannsóknarholum, úrvinnslu gagna og undirbúning og borun vinnsluholu. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sér um borun vinnsluholunnar og notar til verksins borinn „NASA“
Ísafjarðarbær Orkumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira