Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:00 Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur. Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur.
Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55