Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu bæði heilbrigðismerki og stöðugleiki í kortunum í efnahagslífinu. Seðlabankinn kynnti stýrivaxtaákvörðun sína í morgun og fór yfir horfur í efnahagsmálum. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman í ár í fyrsta skipti síðan 2010 og samdrátturinn verði 0,2% sem er minna en í maí þegar spáð var 0,4% samdrætti. Ástæðan fyrir því er fall WOW air og kyrrsetning Boeing MAX 737 vélanna, loðnubrestur og rýrnun viðskiptakjara. Þá er búist við meiri fækkun ferðamanna en áður og meiri útflutningssamdrætti. Þó er ekki gert ráð fyrir eins miklum samdrætti og í maí því einkaneysla er meiri og fólk virðist kaupa meira innlenda framleiðslu en áður. Gengi krónunnar hefur hækkað um 2% frá því í vor og verðbólga minnkað og stendur nú í þremur komma einu prósenti. Þá er talið að þjóðarbúið taki við sér strax á næsta ári og hagvöxtur verði þá 1,9%. Þetta er í fyrsta skipti sem Ásgeir Jónsson kynnir stýrivaxtarákvörðun peningamálastefnu Seðlabankans en hann tók við starfi seðlabankastjóra fyrir rúmri viku. Ásgeir segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu mörg jákvæð teikn á lofti. „Við erum að sjá töluverða fækkun ferðamanna en á sama tíma eru jákvæðar fréttir. Við erum að sjá sjávarútveg ganga mjög vel, hækkun á verði sjávarafurða og lækkun á olíuverði sem dæmi og kjarasamningarnir í vor eru að styðja við þannig að þetta eru að sumu leyti mjög góðar fréttir,“ segir Ásgeir. Loðnubresturinn á árinu hafi ekki haft eins afgerandi áhrif eins og spáð hafði verið og kjarasamningarnir í vor styðji við efnahagslífið. Horfur séu á að hægt verði að viðhalda stöðugleika. „Við erum að sjá aðlögun í neyslu fólks, innflutningur minnkar, við erum að sjá mjög heilbrigð merki í hagkerfinu.“ „Utanríkisviðskipti eru að ganga vel og við erum ekki að sjá viðskiptahalla sem bendir til þess að við getum farið í gegnum þessa niðursveiflu án þess að hér verði einhver kollsteypa og við getum viðhaldið stöðugleika,“ segir seðlabankastjóri. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu bæði heilbrigðismerki og stöðugleiki í kortunum í efnahagslífinu. Seðlabankinn kynnti stýrivaxtaákvörðun sína í morgun og fór yfir horfur í efnahagsmálum. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman í ár í fyrsta skipti síðan 2010 og samdrátturinn verði 0,2% sem er minna en í maí þegar spáð var 0,4% samdrætti. Ástæðan fyrir því er fall WOW air og kyrrsetning Boeing MAX 737 vélanna, loðnubrestur og rýrnun viðskiptakjara. Þá er búist við meiri fækkun ferðamanna en áður og meiri útflutningssamdrætti. Þó er ekki gert ráð fyrir eins miklum samdrætti og í maí því einkaneysla er meiri og fólk virðist kaupa meira innlenda framleiðslu en áður. Gengi krónunnar hefur hækkað um 2% frá því í vor og verðbólga minnkað og stendur nú í þremur komma einu prósenti. Þá er talið að þjóðarbúið taki við sér strax á næsta ári og hagvöxtur verði þá 1,9%. Þetta er í fyrsta skipti sem Ásgeir Jónsson kynnir stýrivaxtarákvörðun peningamálastefnu Seðlabankans en hann tók við starfi seðlabankastjóra fyrir rúmri viku. Ásgeir segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu mörg jákvæð teikn á lofti. „Við erum að sjá töluverða fækkun ferðamanna en á sama tíma eru jákvæðar fréttir. Við erum að sjá sjávarútveg ganga mjög vel, hækkun á verði sjávarafurða og lækkun á olíuverði sem dæmi og kjarasamningarnir í vor eru að styðja við þannig að þetta eru að sumu leyti mjög góðar fréttir,“ segir Ásgeir. Loðnubresturinn á árinu hafi ekki haft eins afgerandi áhrif eins og spáð hafði verið og kjarasamningarnir í vor styðji við efnahagslífið. Horfur séu á að hægt verði að viðhalda stöðugleika. „Við erum að sjá aðlögun í neyslu fólks, innflutningur minnkar, við erum að sjá mjög heilbrigð merki í hagkerfinu.“ „Utanríkisviðskipti eru að ganga vel og við erum ekki að sjá viðskiptahalla sem bendir til þess að við getum farið í gegnum þessa niðursveiflu án þess að hér verði einhver kollsteypa og við getum viðhaldið stöðugleika,“ segir seðlabankastjóri.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira