Lífið

Grillfrömuðurinn George Foreman nýtur lífsins á Íslandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Foreman virtist kampakátur á Íslandi.
Foreman virtist kampakátur á Íslandi.
Fyrrverandi hnefaleikakappinn og grillfrömuðurinn George Foreman nýtur nú lífsins á Íslandi. 

Í færslu sem Foreman birti á Twitter-reikningnum sínum sagðist hann ekki hafa orðið var við mörg tré en bætir jafnóðum við að loftið gæti ekki mögulega verið ferskara. Hann myndi eflaust leggja nafn sitt við það.

Þá mærði hann íslenska kranavatnið sem hann sagði að væri alveg eins og úr flöskunum í heimalandinu.

Fréttastofu er ekki kunnugt um hvar á landinu Foremann heldur sig en á ljósmyndinni sem hann birti virtist hann vera staddur í hesthúsi.

Foreman gerði sér lítið fyrir og stillti sér upp með íslenska hestinum. Hann er mikill aðdáandi íslenska hestsins en vísir greindi frá því árið 2008 að á heimasíðu kappans kæmi fram að Foreman safnaði íslenskum og arabískum gæðingum. 

„Ef ég er ekki á ferðalagi eða í kirkju þá er ég alltaf að stjana við dýrin mín á búgarðinum mínum," segir Foreman á síðunni sinni.

Hann segist elska öll dýr en að hann hafi sérstakt dálæti á hestunum sínum.

„Ég monta mig oft af íslensku og arabísku gæðingunum mínum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.