Glæsileikinn allsráðandi í veislunni Elín Albertsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Ástríða Stefaníu er að skreyta sali enda hefur hún gaman af föndri og skreytingavinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Stefanía Helga Kjartansdóttir hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta veislusali. Hún hefur skreytt alls kyns sali fyrir brúðkaup, afmæli og árshátíðir. Stefanía sækir innblástur í íslenska náttúru. Stefanía hefur haft mikinn áhuga á blómum og skreytingum frá því hún var lítil stúlka. Þá rak móðir hennar blómabúð í Mosfellsbæ og Stefanía var daglegur gestur þar og hjálpaði til. „Ætli áhuginn hafi ekki vaknað á þessum tíma,“ segir hún.Fallegur salur sem Stefanía skreytti fyrir brúðkaup náins ættingja.„Móðir mín var talsvert í skreytingum og faðir minn hefur mikinn áhuga á blómum. Hann hefur reyndar hjálpað mér mikið með skreytingar, bæði hrært steypu, smíðað og lagfært. Ætli þetta sé ekki í genunum,“ segir hún. „Á tímabili velti ég því fyrir mér að fara í Garðyrkjuskólann og læra blómaskreytingar en svo ákvað ég að hafa þetta frekar sem áhugamál en starf. Ég hef gaman af því að gúgla allt mögulegt sem tengist skreytingum og fæ oft góðar hugmyndir með því. Það hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki að vinna í blómabúð og við skreytingar,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtileg vinna og vil alls ekki fá leiða á henni. Betra að hafa þetta á kantinum,“ bætir hún við.Sveitabrúðkaup. Stefanía skreytti hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir vini sína.„Ég hef bara fyrst og fremst verið að skreyta fyrir vini og ættingja og haft mjög gaman af þessu. Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá Skeljungi og þá var ég fengin til að skreyta sal fyrir árshátíð starfsmanna sem var haldin í Broadway. Ég skreytti aftur ári síðar fyrir Skeljung. Upp frá því fékk ég nokkrar beiðnir frá félögum sem höfðu séð skreytingar eftir mig. Meðal annars breytti ég einu sinni bílageymslu í partísal. Ég fékk sömuleiðis mjög skemmtilegt verkefni, að skreyta hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir sveitabrúðkaup.“Stefanía notar gjarnan jurtir úr náttúrunni til að skreyta veislusali en brúðkaupsvendirnir eru gerðir úr lifandi blómum.Stefanía segir að hún noti mikið ljósaseríur til að skreyta með. Oft setur hún þær þétt í loftið á salnum ef sá möguleiki er fyrir hendi. „Þetta getur verið talsvert föndur og vinna svo maður þarf að hafa tímann fyrir sér og gott að byrjað tímanlega fyrir veisluna. Ég tíni jurtir, mála steina og breyti jafnvel gömlum hlutum í kertastjaka. Maður þarf að nota hugmyndaflugið og það er gott ef hægt er að endurnýta hluti og halda kostnaði í lágmarki. Það er líka vel hægt að leika sér í borðskreytingum,“ segir hún.„Mér finnst gaman að vinna út frá þema. Ég spyr fólk yfirleitt um uppáhaldslit en það er ekki alltaf sem hann er til staðar. Þá reyni ég að finna hann út eða hef þetta svolítið rústik eða gróft og rómantískt. Ég nota mikið jurt sem nefnist fjalldrapi og er af birkiætt. Einnig nota ég lyng og aðrar fallegar jurtir. Með þessu nota ég striga og blúndu sem gefur rómantískt yfirbragð. Ég hef búið til servíettuhringi úr fjalldrapa enda eru greinarnar mjúkar og auðvelt að sveigja þær. Ég hef sömuleiðis sagað niður tré sem átti hvort eð var að farga og útbúið ljós úr þeim. Það er hægt að nota svo ótrúlega margt í skreytingar, alltaf hægt að mála, spreyja og lita,“ segir Stefanía Helga. Birtist í Fréttablaðinu Föndur Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Stefanía Helga Kjartansdóttir hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta veislusali. Hún hefur skreytt alls kyns sali fyrir brúðkaup, afmæli og árshátíðir. Stefanía sækir innblástur í íslenska náttúru. Stefanía hefur haft mikinn áhuga á blómum og skreytingum frá því hún var lítil stúlka. Þá rak móðir hennar blómabúð í Mosfellsbæ og Stefanía var daglegur gestur þar og hjálpaði til. „Ætli áhuginn hafi ekki vaknað á þessum tíma,“ segir hún.Fallegur salur sem Stefanía skreytti fyrir brúðkaup náins ættingja.„Móðir mín var talsvert í skreytingum og faðir minn hefur mikinn áhuga á blómum. Hann hefur reyndar hjálpað mér mikið með skreytingar, bæði hrært steypu, smíðað og lagfært. Ætli þetta sé ekki í genunum,“ segir hún. „Á tímabili velti ég því fyrir mér að fara í Garðyrkjuskólann og læra blómaskreytingar en svo ákvað ég að hafa þetta frekar sem áhugamál en starf. Ég hef gaman af því að gúgla allt mögulegt sem tengist skreytingum og fæ oft góðar hugmyndir með því. Það hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki að vinna í blómabúð og við skreytingar,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtileg vinna og vil alls ekki fá leiða á henni. Betra að hafa þetta á kantinum,“ bætir hún við.Sveitabrúðkaup. Stefanía skreytti hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir vini sína.„Ég hef bara fyrst og fremst verið að skreyta fyrir vini og ættingja og haft mjög gaman af þessu. Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá Skeljungi og þá var ég fengin til að skreyta sal fyrir árshátíð starfsmanna sem var haldin í Broadway. Ég skreytti aftur ári síðar fyrir Skeljung. Upp frá því fékk ég nokkrar beiðnir frá félögum sem höfðu séð skreytingar eftir mig. Meðal annars breytti ég einu sinni bílageymslu í partísal. Ég fékk sömuleiðis mjög skemmtilegt verkefni, að skreyta hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir sveitabrúðkaup.“Stefanía notar gjarnan jurtir úr náttúrunni til að skreyta veislusali en brúðkaupsvendirnir eru gerðir úr lifandi blómum.Stefanía segir að hún noti mikið ljósaseríur til að skreyta með. Oft setur hún þær þétt í loftið á salnum ef sá möguleiki er fyrir hendi. „Þetta getur verið talsvert föndur og vinna svo maður þarf að hafa tímann fyrir sér og gott að byrjað tímanlega fyrir veisluna. Ég tíni jurtir, mála steina og breyti jafnvel gömlum hlutum í kertastjaka. Maður þarf að nota hugmyndaflugið og það er gott ef hægt er að endurnýta hluti og halda kostnaði í lágmarki. Það er líka vel hægt að leika sér í borðskreytingum,“ segir hún.„Mér finnst gaman að vinna út frá þema. Ég spyr fólk yfirleitt um uppáhaldslit en það er ekki alltaf sem hann er til staðar. Þá reyni ég að finna hann út eða hef þetta svolítið rústik eða gróft og rómantískt. Ég nota mikið jurt sem nefnist fjalldrapi og er af birkiætt. Einnig nota ég lyng og aðrar fallegar jurtir. Með þessu nota ég striga og blúndu sem gefur rómantískt yfirbragð. Ég hef búið til servíettuhringi úr fjalldrapa enda eru greinarnar mjúkar og auðvelt að sveigja þær. Ég hef sömuleiðis sagað niður tré sem átti hvort eð var að farga og útbúið ljós úr þeim. Það er hægt að nota svo ótrúlega margt í skreytingar, alltaf hægt að mála, spreyja og lita,“ segir Stefanía Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira