Lambakjötsútflutningur og kolefnisfótspor Andrés Magnússon skrifar 29. ágúst 2019 11:00 Á undanförnum mánuðum hefur verulegt magn lambakjöts verið flutt út, m.a. til fjarlægra landa á borð við Japan og Víetnam. Þessi útflutningur varð það mikill að skortur myndaðist á innanlandsmarkaði, sérstaklega á lambahryggjum. Afurðastöðvar í landbúnaði sköpuðu skortinn vísvitandi í þeim tilgangi að geta hækkað verð á lambakjöti til íslenskra neytenda. Plottið gekk upp, verð frá afurðastöðvum hækkaði um tugi prósenta og íslenskir neytendur voru, eins og fyrri daginn, þeir sem borguðu brúsann. Forsvarsmenn afurðastöðvanna gerðu ekki minnstu tilraun til að fela þessa stöðu og greindu frá yfirvofandi skorti á fundi með sauðfjárbændum síðastliðið vor, þegar fjórir mánuðir voru þar til sláturtíð hæfist. Þegar innlend framleiðsla getur ekki annað eftirspurn, ber lögum samkvæmt að heimila innflutning á viðkomandi vöru. Samtök verslunar og þjónustu sendu því erindi til ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara í júní sl., þar sem farið var fram á að heimild yrði veitt til tollfrjáls innflutnings á lambahryggjum. Eftir að hafa sinnt lögboðinni rannsóknarskyldu sinni, ákvað nefndin að leggja til við ráðherra að innflutningur, með lækkuðum tollum, yrði heimilaður í einn mánuð. Ekkert benti til annars en að heimildin yrði veitt, enda lögboðnar forsendur til staðar. Þá gripu pólitískir hagsmunaaðilar í taumana, landbúnaðarráðherra lét undan og heimildin var ekki veitt. Íslenskir neytendur sátu eftir með sárt ennið, lambahryggir voru fluttir inn á fullum tollum og neytendur nutu þ.a.l. ekki þess ábata sem að var stefnt. SVÞ hafa þegar sent viðeigandi stofnunum erindi vegna þeirra viðskiptahátta sem afurðastöðvarnar sýndu af sér í þessu máli. Á Íslandi er nú framleitt um 30% meira af lambakjöti en þörf er fyrir á innanlandsmarkaði, eða um 3 þúsund tonn. Það magn er allt flutt út, á verði sem er langt undir því sem innlendri verslun stendur til boða. Kolefnisfótspor af þeim útflutningi hefur hins vegar ekki verið kannað. SVÞ munu því á næstunni senda erindi til umhverfisráðherra þar sem óskað verður eftir að kolefnisfótspor útflutnings á lambakjöti verði kannað sérstaklega. Það er nefnilega full ástæða til að allur herkostnaður þess útflutnings sé uppi á borðinu. Skattgreiðendur eiga heimtingu á því.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur verulegt magn lambakjöts verið flutt út, m.a. til fjarlægra landa á borð við Japan og Víetnam. Þessi útflutningur varð það mikill að skortur myndaðist á innanlandsmarkaði, sérstaklega á lambahryggjum. Afurðastöðvar í landbúnaði sköpuðu skortinn vísvitandi í þeim tilgangi að geta hækkað verð á lambakjöti til íslenskra neytenda. Plottið gekk upp, verð frá afurðastöðvum hækkaði um tugi prósenta og íslenskir neytendur voru, eins og fyrri daginn, þeir sem borguðu brúsann. Forsvarsmenn afurðastöðvanna gerðu ekki minnstu tilraun til að fela þessa stöðu og greindu frá yfirvofandi skorti á fundi með sauðfjárbændum síðastliðið vor, þegar fjórir mánuðir voru þar til sláturtíð hæfist. Þegar innlend framleiðsla getur ekki annað eftirspurn, ber lögum samkvæmt að heimila innflutning á viðkomandi vöru. Samtök verslunar og þjónustu sendu því erindi til ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara í júní sl., þar sem farið var fram á að heimild yrði veitt til tollfrjáls innflutnings á lambahryggjum. Eftir að hafa sinnt lögboðinni rannsóknarskyldu sinni, ákvað nefndin að leggja til við ráðherra að innflutningur, með lækkuðum tollum, yrði heimilaður í einn mánuð. Ekkert benti til annars en að heimildin yrði veitt, enda lögboðnar forsendur til staðar. Þá gripu pólitískir hagsmunaaðilar í taumana, landbúnaðarráðherra lét undan og heimildin var ekki veitt. Íslenskir neytendur sátu eftir með sárt ennið, lambahryggir voru fluttir inn á fullum tollum og neytendur nutu þ.a.l. ekki þess ábata sem að var stefnt. SVÞ hafa þegar sent viðeigandi stofnunum erindi vegna þeirra viðskiptahátta sem afurðastöðvarnar sýndu af sér í þessu máli. Á Íslandi er nú framleitt um 30% meira af lambakjöti en þörf er fyrir á innanlandsmarkaði, eða um 3 þúsund tonn. Það magn er allt flutt út, á verði sem er langt undir því sem innlendri verslun stendur til boða. Kolefnisfótspor af þeim útflutningi hefur hins vegar ekki verið kannað. SVÞ munu því á næstunni senda erindi til umhverfisráðherra þar sem óskað verður eftir að kolefnisfótspor útflutnings á lambakjöti verði kannað sérstaklega. Það er nefnilega full ástæða til að allur herkostnaður þess útflutnings sé uppi á borðinu. Skattgreiðendur eiga heimtingu á því.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun