Hver verður í markinu í kvöld? Sérfræðingar svara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2019 15:15 Hver þeirra verður í markinu í kvöld? vísir/vilhelm Ein stærsta spurningin þegar kemur að byrjunarliði Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 er hver stendur á milli stanganna. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins undanfarin ár, er barnshafandi og því ekki í hópnum. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson valdi þrjá markverði í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta eru þær Sandra Sigurðardóttir (Val), Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) og Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki). Sandra og Sonný hafa verið í landsliðinu undanfarin ár en hin 16 ára Cecilía er nýliði. Sandra hefur leikið 23 landsleiki og Sonný sjö. Vísir leitaði álits tveggja sérfræðinga á því hver verður í markinu í leiknum í kvöld. Sandra hefur átt sitt besta ár í Valstreyjunni„Það er stórt að missa Guggu út sem hefur spilað lengi með stelpunum og þekkir þetta út og inn. En ég held að við gætum ekki fengið Söndru inn á betri tíma og ég held að hún verði í markinu í kvöld. Að mínu mati hefur hún átt sitt besta ár í Valstreyjunni,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Heimavallarins sem fjallar um kvennafótbolta. Hún segir að skipti máli að Sandra hafi spilað með varnarmönnum íslenska liðsins og þekki þá. „Síðustu tveir landsleikir voru vináttuleikir við Finnland. Þar skiptu Gugga og Sandra þeim á milli sín. Annars hafa Sonný og Sandra skipt þessu á milli sín síðan Jón Þór tók við. Ég ætla að tippa á Söndru í kvöld. Ef varnarlínan verður skipuð Hallberu, Glódísi, Sif og Ingibjörgu er Sandra mörgum hnútum kunnug þar. Er orðin þrælvön að spila með Hallberu og ól Glódísi upp í Stjörnunni svo það er ekkert vandamál þar,“ segir Hulda. Eðlilegast að Sandra verði í markinu á þessum tímaGunnar Rafn Borgþórsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliða Vals og Selfoss og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport, telur einnig líklegast að Sandra verði í rammanum í kvöld. „Ég reikna með því að Sandra verði í markinu. Mér fyndist það eðlilegast á þessum tíma,“ segir Gunnar. En af hverju? „Mikilvægi leiksins. Það hefur ekki reynt svakalega mikið á hana í sumar en hún er búin að vera lengi í landsliðinu og er góð. Hún yrði fyrsti fyrsti kostur hjá mér.“ Gunnar kveðst ánægður að sjá Cecilíu í landsliðshópnum og gerir ráð fyrir að hún fái tækifæri fyrr en síðar, jafnvel á Algarve-mótinu á næsta ári. „Það er frábært að fá hana inn í þetta umhverfi því hún er klárlega kandítat til að taka við markvarðastöðunni. Mér þætti eðlilegt að hún fengi leiki á Algarve,“ sagði Gunnar. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19 Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00 Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00 Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira
Ein stærsta spurningin þegar kemur að byrjunarliði Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 er hver stendur á milli stanganna. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins undanfarin ár, er barnshafandi og því ekki í hópnum. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson valdi þrjá markverði í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta eru þær Sandra Sigurðardóttir (Val), Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) og Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki). Sandra og Sonný hafa verið í landsliðinu undanfarin ár en hin 16 ára Cecilía er nýliði. Sandra hefur leikið 23 landsleiki og Sonný sjö. Vísir leitaði álits tveggja sérfræðinga á því hver verður í markinu í leiknum í kvöld. Sandra hefur átt sitt besta ár í Valstreyjunni„Það er stórt að missa Guggu út sem hefur spilað lengi með stelpunum og þekkir þetta út og inn. En ég held að við gætum ekki fengið Söndru inn á betri tíma og ég held að hún verði í markinu í kvöld. Að mínu mati hefur hún átt sitt besta ár í Valstreyjunni,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Heimavallarins sem fjallar um kvennafótbolta. Hún segir að skipti máli að Sandra hafi spilað með varnarmönnum íslenska liðsins og þekki þá. „Síðustu tveir landsleikir voru vináttuleikir við Finnland. Þar skiptu Gugga og Sandra þeim á milli sín. Annars hafa Sonný og Sandra skipt þessu á milli sín síðan Jón Þór tók við. Ég ætla að tippa á Söndru í kvöld. Ef varnarlínan verður skipuð Hallberu, Glódísi, Sif og Ingibjörgu er Sandra mörgum hnútum kunnug þar. Er orðin þrælvön að spila með Hallberu og ól Glódísi upp í Stjörnunni svo það er ekkert vandamál þar,“ segir Hulda. Eðlilegast að Sandra verði í markinu á þessum tímaGunnar Rafn Borgþórsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliða Vals og Selfoss og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport, telur einnig líklegast að Sandra verði í rammanum í kvöld. „Ég reikna með því að Sandra verði í markinu. Mér fyndist það eðlilegast á þessum tíma,“ segir Gunnar. En af hverju? „Mikilvægi leiksins. Það hefur ekki reynt svakalega mikið á hana í sumar en hún er búin að vera lengi í landsliðinu og er góð. Hún yrði fyrsti fyrsti kostur hjá mér.“ Gunnar kveðst ánægður að sjá Cecilíu í landsliðshópnum og gerir ráð fyrir að hún fái tækifæri fyrr en síðar, jafnvel á Algarve-mótinu á næsta ári. „Það er frábært að fá hana inn í þetta umhverfi því hún er klárlega kandítat til að taka við markvarðastöðunni. Mér þætti eðlilegt að hún fengi leiki á Algarve,“ sagði Gunnar. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19 Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00 Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00 Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira
Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19
Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00
Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00
Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00