Stofnanir og stórfyrirtæki laða til sín færa kokka Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. ágúst 2019 08:00 Íslenska kokkalandsliðið hefur átt góðu gengi að fagna. Fréttablaðið/Ernir Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur það reynst hótelum og stærri veitingastöðum erfitt og dýrt að ráða til sín færa kokka. Það er þeim sem stýra eldhúsunum, ekki er skortur á ófaglærðu starfsfólki. Mánaðarlaun góðs kokks séu ekki undir einni milljón í dag og aukin samkeppni við opinberar stofnanir og stórfyrirtæki geri þeim erfitt fyrir. Þegar starfsánægja er mæld skiptir matur miklu máli, ásamt skemmtunum fyrir starfsfólk og fleira. Stofnanirnar og fyrirtækin eru því tilbúin til að verja töluverðu fjármagni til þess að hafa góðan kokk í mötuneytinu. Nýlega réð Seðlabanki Íslands stjörnukokkinn Svein Kjartansson, en hann stýrði áður eldhúsinu í Aalto Bistro í Norræna húsinu. Á meðal annarra stofnana sem hafa farið sömu leið eru Landsvirkjun og Landsnet. Á meðal stjörnukokka sem starfa fyrir stórfyrirtæki má nefna Ágúst Má Garðarsson, sem starfar nú hjá Eflu verkfræðiþjónustu og var áður hjá Marel. „Meira og minna allt kokkalandsliðið er komið í vinnu hjá fyrirtækjum eins og Marel, Össuri, Vodafone og Símanum,“ segir Jakob Einar Jakobsson sem situr í veitinganefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann vill þó ekki meina að það sé sár vöntun á matreiðslumeisturum, en það eru þeir kokkar sem hafa tveggja ára menntun ofan á sveinsprófið og geta þá tekið að sér nema. Ástandið hafi verið verra fyrir fjórum eða fimm árum. Jakob segir að ekki séu allir veitingastaðir með matreiðslumeistara. Fremur ómenntað starfsfólk sem hefur reynslu úr eldhúsi. „Margir veitingastaðir eru svo litlar rekstrareiningar að þær bera ekki svona dýran starfsmann í dagvinnu. En það eru helst staðir eins og Bláa lónið og stóru hótelin sem keppa við þessa aðila, hvað varðar laun og annað,“ segir Jakob. „Ég held að það sé erfitt að keppa við þetta. Eðli málsins samkvæmt keppa veitingastaðir ekki við dagvinnutíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Vinnumarkaður Kokkalandsliðið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur það reynst hótelum og stærri veitingastöðum erfitt og dýrt að ráða til sín færa kokka. Það er þeim sem stýra eldhúsunum, ekki er skortur á ófaglærðu starfsfólki. Mánaðarlaun góðs kokks séu ekki undir einni milljón í dag og aukin samkeppni við opinberar stofnanir og stórfyrirtæki geri þeim erfitt fyrir. Þegar starfsánægja er mæld skiptir matur miklu máli, ásamt skemmtunum fyrir starfsfólk og fleira. Stofnanirnar og fyrirtækin eru því tilbúin til að verja töluverðu fjármagni til þess að hafa góðan kokk í mötuneytinu. Nýlega réð Seðlabanki Íslands stjörnukokkinn Svein Kjartansson, en hann stýrði áður eldhúsinu í Aalto Bistro í Norræna húsinu. Á meðal annarra stofnana sem hafa farið sömu leið eru Landsvirkjun og Landsnet. Á meðal stjörnukokka sem starfa fyrir stórfyrirtæki má nefna Ágúst Má Garðarsson, sem starfar nú hjá Eflu verkfræðiþjónustu og var áður hjá Marel. „Meira og minna allt kokkalandsliðið er komið í vinnu hjá fyrirtækjum eins og Marel, Össuri, Vodafone og Símanum,“ segir Jakob Einar Jakobsson sem situr í veitinganefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann vill þó ekki meina að það sé sár vöntun á matreiðslumeisturum, en það eru þeir kokkar sem hafa tveggja ára menntun ofan á sveinsprófið og geta þá tekið að sér nema. Ástandið hafi verið verra fyrir fjórum eða fimm árum. Jakob segir að ekki séu allir veitingastaðir með matreiðslumeistara. Fremur ómenntað starfsfólk sem hefur reynslu úr eldhúsi. „Margir veitingastaðir eru svo litlar rekstrareiningar að þær bera ekki svona dýran starfsmann í dagvinnu. En það eru helst staðir eins og Bláa lónið og stóru hótelin sem keppa við þessa aðila, hvað varðar laun og annað,“ segir Jakob. „Ég held að það sé erfitt að keppa við þetta. Eðli málsins samkvæmt keppa veitingastaðir ekki við dagvinnutíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Vinnumarkaður Kokkalandsliðið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira