Fimm látnir eftir kjarnorkuslys í Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 11:37 Eldflaug er skotið í loftið í Nyonoksa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. RUSSIAN DEFENCE MINISTRY WEBSITE Minnst fimm eru látnir og þrír slasaðir eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði við strendur Norður-Íshafsins í Rússlandi á fimmtudag. Rosatom, kjarnorkustofnun ríkisins, staðfestir þetta. Rosatom segir slysið hafa átt sér stað þegar verið var að gera tilraunir með vökvadrifna eldflaugarvél. Starfsmennirnir þrír sem slösuðust brenndust alvarlega í slysinu. Áður hafa yfirvöld sagt að tveir hafi látist og sex hafi slasast í sprengingunni á tilraunasvæðinu í Nyonoksa. Fyrirtækið sagði í samtali við fréttastofur í Rússlandi að verkfræði- og tækniteymið hafi verið að vinna á „ísótópa orkugjafanum“ fyrir drifkerfi flaugarinnar. Nánast öll eldflaugakerfi sem notuð eru af rússneska hernum eru prófuð í Nyonoksa, þar á meðal langdræg flugskeyti. Yfirvöld í Severodvinsk, sem er staðsett 47 km. austur af Nyonoksa segja að geislunarstig hafi hækkað eftir sprenginguna en orðið eðlileg aftur eftir um 40 mínútur. Almenningur á svæðinu hefur flykkst í apótek til að kaupa joð og eru joð byrgðir í borgunum Arkhangelsk og Severodvinsk búnar. Á staðarfréttamiðli Arkhangelsk héraðs kemur fram að sjúkraflutningamenn sem sóttu slasaða til Nyonoksa hafi verið klæddir efnahlífðarfatnaði. Á fimmtudag greindu yfirvöld í Severodvinsk að geislavirkni hafi hækkað töluvert í 40 mínútur, úr 0,11 míkrósívertum á klukkustund, sem talin er eðlileg geislun, upp í 2 míkrósívert. Ekki er talin hætta á geislatengdum veikindum þegar geislun nær 2 míkrósívertum. Yfirvöld hafa nú fjarlægt tilkynningu sína um hækkunina af Internetinu. Fréttamenn BBC spurðu yfirvöld í Severodvinsk hvers vegna og var svar þeirra „vegna þess að þetta atvik heyrir undir varnarmálaráðuneytið.“ Varnarmálaráðuneytið hefur þverneitað fyrir að nokkur skaðleg efni hafi losnað út í umhverfið og að geislavirkni sé eðlileg. Þetta er annað slysið sem á sér stað í tengslum við rússneska herinn í vikunni. Á mánudag dó ein manneskja og átta slösuðust þegar sprenging átti sér stað í hergagnalager í Síberíu. Í sprengingunni skutust vopn á skóla og leikskóla í nágrenninu. Meira en 9,500 manns voru fjarlægð af heimilum sínum. Rússland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Sjá meira
Minnst fimm eru látnir og þrír slasaðir eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði við strendur Norður-Íshafsins í Rússlandi á fimmtudag. Rosatom, kjarnorkustofnun ríkisins, staðfestir þetta. Rosatom segir slysið hafa átt sér stað þegar verið var að gera tilraunir með vökvadrifna eldflaugarvél. Starfsmennirnir þrír sem slösuðust brenndust alvarlega í slysinu. Áður hafa yfirvöld sagt að tveir hafi látist og sex hafi slasast í sprengingunni á tilraunasvæðinu í Nyonoksa. Fyrirtækið sagði í samtali við fréttastofur í Rússlandi að verkfræði- og tækniteymið hafi verið að vinna á „ísótópa orkugjafanum“ fyrir drifkerfi flaugarinnar. Nánast öll eldflaugakerfi sem notuð eru af rússneska hernum eru prófuð í Nyonoksa, þar á meðal langdræg flugskeyti. Yfirvöld í Severodvinsk, sem er staðsett 47 km. austur af Nyonoksa segja að geislunarstig hafi hækkað eftir sprenginguna en orðið eðlileg aftur eftir um 40 mínútur. Almenningur á svæðinu hefur flykkst í apótek til að kaupa joð og eru joð byrgðir í borgunum Arkhangelsk og Severodvinsk búnar. Á staðarfréttamiðli Arkhangelsk héraðs kemur fram að sjúkraflutningamenn sem sóttu slasaða til Nyonoksa hafi verið klæddir efnahlífðarfatnaði. Á fimmtudag greindu yfirvöld í Severodvinsk að geislavirkni hafi hækkað töluvert í 40 mínútur, úr 0,11 míkrósívertum á klukkustund, sem talin er eðlileg geislun, upp í 2 míkrósívert. Ekki er talin hætta á geislatengdum veikindum þegar geislun nær 2 míkrósívertum. Yfirvöld hafa nú fjarlægt tilkynningu sína um hækkunina af Internetinu. Fréttamenn BBC spurðu yfirvöld í Severodvinsk hvers vegna og var svar þeirra „vegna þess að þetta atvik heyrir undir varnarmálaráðuneytið.“ Varnarmálaráðuneytið hefur þverneitað fyrir að nokkur skaðleg efni hafi losnað út í umhverfið og að geislavirkni sé eðlileg. Þetta er annað slysið sem á sér stað í tengslum við rússneska herinn í vikunni. Á mánudag dó ein manneskja og átta slösuðust þegar sprenging átti sér stað í hergagnalager í Síberíu. Í sprengingunni skutust vopn á skóla og leikskóla í nágrenninu. Meira en 9,500 manns voru fjarlægð af heimilum sínum.
Rússland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Sjá meira