Undirritar í dag friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum gegn orkuvinnslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2019 12:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Stöð 2 Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi. Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi.
Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira