Íslenski boltinn

Dramatískur sigur Magna í fyrsta leiknum undir stjórn nýja þjálfarans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Örvar Stefánsson og félagar í Magna eru aðeins einu stigi frá öruggu sæti eftir sigurinn á Ásvöllum.
Gunnar Örvar Stefánsson og félagar í Magna eru aðeins einu stigi frá öruggu sæti eftir sigurinn á Ásvöllum. vísir/ernir
Magni gerði góða ferð á Ásvelli og vann 1-2 sigur á Haukum í lokaleik 16. umferðar Inkasso-deildar karla í dag.

Þetta var fyrsti leikur Magna undir stjórn Sveins Þórs Steingrímssonar sem tók við liðinu fyrir viku.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 65. mínútu kom Þórður Jón Jóhannesson Haukum yfir með skalla eftir hornspyrnu Ásgeirs Þórs Ingólfssonar.

Á 83. mínútu jafnaði Kristinn Þór Rósbergsson metin með skoti af stuttu færi eftir sendingu Guðna Sigþórssonar.

Þremur mínútum síðar skoraði Ólafur Aron Pétursson, lánsmaður frá KA, svo sigurmark Magna með skoti af löngu færi. Lokatölur 1-2, gestunum frá Grenivík í vil.

Magni er nú í 11. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum sem eru í 10. sætinu. Haukar hafa bara unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×