Erlent

Fyrrverandi forseti Panama sýknaður

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Ricardo Martinelli var sakaður um fjölda brota, þar á meðal misnotkun almannafjár og sölu á náðunum.
Ricardo Martinelli var sakaður um fjölda brota, þar á meðal misnotkun almannafjár og sölu á náðunum. Vísir/EPA
Fyrrverandi forseti Panama, Ricardo Martinelli, var í dag sýknaður af ákæru um spillingu og ólögmætum símhlerunum.

Forsetinn fyrrverandi var sakaður um að hafa notað almannafé til að taka upp einkasamtöl í þeim tilgangi að klekkja á pólitískum keppinautum sínum.

Martinelli var forseti Panama frá árinu 2009 til 2014 var handtekinn í Míamí í júní 2017 en hann fluttist þangað eftir hann lét af embætti. Í fyrra var hann framseldur frá Bandaríkjunum til að vera viðstaddur réttarhöld í Panama. 

Hann var meðal annars sakaður um að hafa njósnað um yfir 150 pólitíkusa, leiðtoga stéttarfélaga og blaðamenn. Hann hefur alltaf neitað allri sök og sagði ásakanirnar vera uppspuna skipulagðan af fjendum sínum.

Eftir að hann var sýknaður í dag fagnaði hann ásamt stuðningsmönnum sínum fyrir utan réttinn í Panamaborg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×