Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Vilhelm Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikarnir eru jafnframt sagðir hafa farið „í alla staði mjög vel fram“ og tónleikagestir sagðir til mikillar fyrirmyndar.„Samstarf lögreglunnar og þeirra sem komu að skipulagningu viðburðarins var sömuleiðis mjög gott,“ segir í tilkynningu lögreglu, sem var með töluverðan viðbúnað á svæðinu í kvöld.„Ef tónleikarnir á sunnudagskvöld fara jafn vel fram og þessir í kvöld að þá eigum við ánægjulega vakt fram undan!“ Dagskráin á Laugardalsvelli í dag hófst um klukkan sex þegar íslenska söngkonan Glowie steig fyrst upphitunaratriða á svið. Þar á eftir hituðu þau Zara Larsson og James Bay upp fyrir Sheeran, sem hóf sjálfur tónleika sína um klukkan níu. Hann tók svo síðasta lag sitt seint á ellefta tímanum. Löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið í Laugardalnum í dag og þurftu margir tónleikagesta að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni. Á morgun byrjar ballið svo að nýju en Sheeran stígur aftur á stokk á Laugardalsvelli annað kvöld. Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21 „Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02 Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikarnir eru jafnframt sagðir hafa farið „í alla staði mjög vel fram“ og tónleikagestir sagðir til mikillar fyrirmyndar.„Samstarf lögreglunnar og þeirra sem komu að skipulagningu viðburðarins var sömuleiðis mjög gott,“ segir í tilkynningu lögreglu, sem var með töluverðan viðbúnað á svæðinu í kvöld.„Ef tónleikarnir á sunnudagskvöld fara jafn vel fram og þessir í kvöld að þá eigum við ánægjulega vakt fram undan!“ Dagskráin á Laugardalsvelli í dag hófst um klukkan sex þegar íslenska söngkonan Glowie steig fyrst upphitunaratriða á svið. Þar á eftir hituðu þau Zara Larsson og James Bay upp fyrir Sheeran, sem hóf sjálfur tónleika sína um klukkan níu. Hann tók svo síðasta lag sitt seint á ellefta tímanum. Löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið í Laugardalnum í dag og þurftu margir tónleikagesta að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni. Á morgun byrjar ballið svo að nýju en Sheeran stígur aftur á stokk á Laugardalsvelli annað kvöld.
Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21 „Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02 Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21
„Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02
Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24