Brjálaðir yfir hægum leik DeChambeau: Tók sér tvær mínútur í pútt | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2019 10:32 Slórarinn Bryson DeChambeau. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau er ekki sá vinsælasti á Northern Trust-mótinu í New Jersey. Raunar er hann búinn að gera alla brjálaða með hægum leik. DeChambeau, sem á titil að verja á Northen Trust, tók sér meira en tvær mínútur í stutt pútt. Myndbandi af því var dreift á samfélagsmiðlum. Kylfingar fá 40 sekúndur til að framkvæma högg en DeChambeau stressar sig ekkert á því og tekur sér drjúgan tíma í öll högg. Margir þekktir kylfingar hafa gagnrýnt DeChambeau fyrir seinaganginn, m.a. Justin Rose, Lee Westwood og Rich Beam. Sá síðastnefndi biðlaði til forráðamanna PGA-mótaraðarinnar um að refsa DeChambeau.Dude. Putt already. @b_dechambeaupic.twitter.com/nf3WnQARiP — Justin Rose (@JRoseWXYZ) August 10, 2019You get the feeling from their postures that @TommyFleetwood1@FinoEFC@JustinThomas34 & Jimmy are like.... “oh for f$#%’s sake!” — Lee Westwood (@WestwoodLee) August 11, 2019THIS HAS GOT TO STOP!!!!! @PGATOUR if you don’t do something about this, SHAME ON YOU!!! As a member, I’m OUTRAGED you can tolerate this. You talk about “protecting the field”, then protect it by penalizing/DQing this type of behavior!! ENOUGH!!! — Rich Beem (@beemerpga) August 10, 2019 Tommy Fleetwood og Justin Thomas voru með DeChambeau í holli á Northern Trust. Þeir virtust hafa takmarkaðan húmor fyrir drolli Bandaríkjamannsins. Keppni á lokahring Northern Trust er hafin. DeChambeau er ekki enn byrjaður en þegar þetta er skrifað er hann í 24. sæti á samtals sex höggum undir pari, átta höggum á eftir forystusauðnum Patrick Reed. Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau er ekki sá vinsælasti á Northern Trust-mótinu í New Jersey. Raunar er hann búinn að gera alla brjálaða með hægum leik. DeChambeau, sem á titil að verja á Northen Trust, tók sér meira en tvær mínútur í stutt pútt. Myndbandi af því var dreift á samfélagsmiðlum. Kylfingar fá 40 sekúndur til að framkvæma högg en DeChambeau stressar sig ekkert á því og tekur sér drjúgan tíma í öll högg. Margir þekktir kylfingar hafa gagnrýnt DeChambeau fyrir seinaganginn, m.a. Justin Rose, Lee Westwood og Rich Beam. Sá síðastnefndi biðlaði til forráðamanna PGA-mótaraðarinnar um að refsa DeChambeau.Dude. Putt already. @b_dechambeaupic.twitter.com/nf3WnQARiP — Justin Rose (@JRoseWXYZ) August 10, 2019You get the feeling from their postures that @TommyFleetwood1@FinoEFC@JustinThomas34 & Jimmy are like.... “oh for f$#%’s sake!” — Lee Westwood (@WestwoodLee) August 11, 2019THIS HAS GOT TO STOP!!!!! @PGATOUR if you don’t do something about this, SHAME ON YOU!!! As a member, I’m OUTRAGED you can tolerate this. You talk about “protecting the field”, then protect it by penalizing/DQing this type of behavior!! ENOUGH!!! — Rich Beem (@beemerpga) August 10, 2019 Tommy Fleetwood og Justin Thomas voru með DeChambeau í holli á Northern Trust. Þeir virtust hafa takmarkaðan húmor fyrir drolli Bandaríkjamannsins. Keppni á lokahring Northern Trust er hafin. DeChambeau er ekki enn byrjaður en þegar þetta er skrifað er hann í 24. sæti á samtals sex höggum undir pari, átta höggum á eftir forystusauðnum Patrick Reed.
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira