Erlent

Ský­­strók­ur olli eyð­i­­legg­ing­u í Lúx­em­­borg

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Á annað hundrað húsa skemmdist að einhverju leyti í óveðrinu.
Á annað hundrað húsa skemmdist að einhverju leyti í óveðrinu. Vísir/AP
Að minnsta kosti 14 eru slasaðir eftir að skýstrókur reið yfir suðvesturhluta Lúxemborgar á föstudag. Gríðarleg eyðilegging fylgdi fellibylnum en meira en 160 hús skemmdust í ofsaveðrinu.

Vindhraði á svæðinu náði mest 35,5 metrum á sekúndu, en samkvæmt skilgreiningu Veðurstofu Íslands er allt yfir 30 metrum á sekúndu skilgreint sem ofsaveður.

Tvö þeirra sem meiddust voru talin alvarlega slösuð og voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.

Mestu skemmdirnar urðu í sveitarfélögunum Kaerjeng og Patange. Í því fyrrnefnda skemmdus um 100 hús að einhverju leyti. Meðal annars fuku hlutar af þökum húsanna af, eða í sumum tilfellum, allt þakið. Önnur 60 hús skemmdust í Patange.

Þá olli veðurofsinn einnig skemmdum á háspennumöstrum og bifreiðum, að því er fram kemur í fréttum CNN af málinu.

Myndband af veðurofsanum má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×