Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:15 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins var utanríkisráðherra þegar minnisblöð um leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann voru lagðar til í utanríkisráðuneytinu. Fréttablaðið/Ernir Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson. Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson.
Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira