Hin látna stjúpsystir árásarmannsins Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 17:39 Skotárásin á moskuna er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk. Skjáskot Maðurinn sem réðist inn í Al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í gær er grunaður um að hafa myrt sautján ára stjúpsystur sína áður en hann réðist inn í moskuna. Samkvæmt heimildum norska fréttamiðilsins VG var hin látna ættleidd frá Kína þegar hún var tveggja ára gömul. Hinn ákærði sem er tuttugu og eins árs Norðmaður og hin látna eiga ekki sömu foreldra en eru með sama lögheimili. Lögreglan í Noregi kallar hana stjúpsystur hans. Grunaði á einnig íbúð í Osló sem metin er á um þrjár milljónir norskra króna. Norska lögreglan hefur ekki gefið það út hvenær morðið átti sér stað en líkið fannst þegar vopnaðir lögreglumenn fóru að heimili mannsins í kjölfar árásarinnar á moskuna. Rétt fyrir árásina skrifaði ákærði vefpóst um að hann væri skipaður útsendari af Brenton Tarrant, sem varð fimmtíu manns að bana árásinni í Christchurch í Nýja Sjálandi í mars á þessu ári. Í vefpóstinum kom einnig fram hann að gerði ráð fyrir því að hann myndi deyja.Vinsæll og glaðlegur Á blaðamannafundi í dag sagði Rune Skjöld, lögreglustjóri í Osló, hinn grunaða aðhyllast öfga-hægriskoðanir og hafa andúð á innflytjendum. Hann er alinn upp í Bærum og hafa æskuvinir hans sagt í samtali við VG fréttastofuna hann vera vinsælan, glaðlegan og vel gefinn. Miklar breytingar kunna hafa verið á hegðun mannsins upp á síðkastið og á lögreglan að hafa haft afskipti af honum áður, fyrir hvað hefur ekki verið gefið út.Rannsaka andlegt ástanda mannsins Skjold, lögreglustjóri, sagði að grunaði hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Þá muni hann gangast undir geðrannsókn. Talið er að maðurinn hafi staðið einn að verki, hann hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og hleypti af byssuskotum,“ bætti Skjold við. Skotárásin á moskuna er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk. Noregur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Maðurinn sem réðist inn í Al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í gær er grunaður um að hafa myrt sautján ára stjúpsystur sína áður en hann réðist inn í moskuna. Samkvæmt heimildum norska fréttamiðilsins VG var hin látna ættleidd frá Kína þegar hún var tveggja ára gömul. Hinn ákærði sem er tuttugu og eins árs Norðmaður og hin látna eiga ekki sömu foreldra en eru með sama lögheimili. Lögreglan í Noregi kallar hana stjúpsystur hans. Grunaði á einnig íbúð í Osló sem metin er á um þrjár milljónir norskra króna. Norska lögreglan hefur ekki gefið það út hvenær morðið átti sér stað en líkið fannst þegar vopnaðir lögreglumenn fóru að heimili mannsins í kjölfar árásarinnar á moskuna. Rétt fyrir árásina skrifaði ákærði vefpóst um að hann væri skipaður útsendari af Brenton Tarrant, sem varð fimmtíu manns að bana árásinni í Christchurch í Nýja Sjálandi í mars á þessu ári. Í vefpóstinum kom einnig fram hann að gerði ráð fyrir því að hann myndi deyja.Vinsæll og glaðlegur Á blaðamannafundi í dag sagði Rune Skjöld, lögreglustjóri í Osló, hinn grunaða aðhyllast öfga-hægriskoðanir og hafa andúð á innflytjendum. Hann er alinn upp í Bærum og hafa æskuvinir hans sagt í samtali við VG fréttastofuna hann vera vinsælan, glaðlegan og vel gefinn. Miklar breytingar kunna hafa verið á hegðun mannsins upp á síðkastið og á lögreglan að hafa haft afskipti af honum áður, fyrir hvað hefur ekki verið gefið út.Rannsaka andlegt ástanda mannsins Skjold, lögreglustjóri, sagði að grunaði hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Þá muni hann gangast undir geðrannsókn. Talið er að maðurinn hafi staðið einn að verki, hann hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og hleypti af byssuskotum,“ bætti Skjold við. Skotárásin á moskuna er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk.
Noregur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira