Kröfðust þess að hætt verði að nota fíla sem burðardýr Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:10 Fílarnir ferja ferðamenn um kílómetra langa leið upp hæðina daglega. Vísir/EPA Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma. Indland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma.
Indland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira