Giammattei kjörinn forseti Gvatemala Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 07:29 Alejandro Giammattei, nýkjörinn forseti Gvatemala. Getty/Josue Decavele Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei hefur verið kjörinn forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala. BBC greinir frá því að Giammattei sem bauð sig fram til forseta í fjórða skipti hafi hlotið 59% greiddra atkvæða í annarri umferð kosninganna. Mótframbjóðandi hans, Sandra Torres hlaut 41% atkvæða. „Þetta var ekki auðvelt en við náðum markmiðinu. Það verður ótrúlegur heiður að fá að gegna embætti forseta landsins sem ég ann svo heitt,“ sagði Giammattei eftir að honum höfðu verið tilkynnt úrslitin. Giammattei hefur, eins og áður segir, boðið sig fram til forseta í fjögur skipti. Í þetta skipti bauð hann sig fram fyrir hönd Vamos flokksins en hann hefur boðið sig fram fyrir nýjan flokk í hverjum einustu kosningum. Giammattei er læknismenntaður og var árið 2006 skipaður fangelsismálastjóri Gvatemala. Sama ár stýrði hann umdeildu verkefni sem sneri að því að ná aftur stjórn á Pavón fangelsinu sem hafði verið tekið yfir af föngum. Sjö fangar létust í aðgerðinni og var Giammattei ásamt sjö öðrum fangelsaður vegna aðgerðarinnar. Honum var að endingu sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Helsta málið fyrir kosningar var hvernig frambjóðendurnir mundi takast á við háa glæpatíðni innan ríkisins. Giammattei hafði þá lofað að hann myndi styðja frumvarp sem flokkaði meðlimi gengja sem hryðjuverkamenn. Með frumvarpinu yrði þeim gert að vinna í fangelsi auk þess sem að þeir hefðu ekki rétt á heimsóknum maka. Giammatei mun taka við embættinu af Jimmy Morales í janúar næstkomandi. Samkvæmt stjórnskipunarlögum Gvatemala má forseti einungis sitja í embætti í eitt fjögurra ára kjörtímabil. Gvatemala Tengdar fréttir Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei hefur verið kjörinn forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala. BBC greinir frá því að Giammattei sem bauð sig fram til forseta í fjórða skipti hafi hlotið 59% greiddra atkvæða í annarri umferð kosninganna. Mótframbjóðandi hans, Sandra Torres hlaut 41% atkvæða. „Þetta var ekki auðvelt en við náðum markmiðinu. Það verður ótrúlegur heiður að fá að gegna embætti forseta landsins sem ég ann svo heitt,“ sagði Giammattei eftir að honum höfðu verið tilkynnt úrslitin. Giammattei hefur, eins og áður segir, boðið sig fram til forseta í fjögur skipti. Í þetta skipti bauð hann sig fram fyrir hönd Vamos flokksins en hann hefur boðið sig fram fyrir nýjan flokk í hverjum einustu kosningum. Giammattei er læknismenntaður og var árið 2006 skipaður fangelsismálastjóri Gvatemala. Sama ár stýrði hann umdeildu verkefni sem sneri að því að ná aftur stjórn á Pavón fangelsinu sem hafði verið tekið yfir af föngum. Sjö fangar létust í aðgerðinni og var Giammattei ásamt sjö öðrum fangelsaður vegna aðgerðarinnar. Honum var að endingu sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Helsta málið fyrir kosningar var hvernig frambjóðendurnir mundi takast á við háa glæpatíðni innan ríkisins. Giammattei hafði þá lofað að hann myndi styðja frumvarp sem flokkaði meðlimi gengja sem hryðjuverkamenn. Með frumvarpinu yrði þeim gert að vinna í fangelsi auk þess sem að þeir hefðu ekki rétt á heimsóknum maka. Giammatei mun taka við embættinu af Jimmy Morales í janúar næstkomandi. Samkvæmt stjórnskipunarlögum Gvatemala má forseti einungis sitja í embætti í eitt fjögurra ára kjörtímabil.
Gvatemala Tengdar fréttir Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56