Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. ágúst 2019 09:45 Hundagerðinu var ætlaður staður rétt ofan við Fossvogskóla, þar sem stígar mætast og byggðin er hvað þéttust í Fossvogsdal. Fréttablaðiið/Ernir „Við getum átt von á stanslaust geltandi hundum allan sólarhringinn,“ segir í einu mótmælabréfi vegna áforma hjá Kópavogsbæ um að setja upp hundagerði í Fossvogsdal neðan íbúagötunnar Álfatúns og ofan Fossvogsskóla. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag hættu bæjaryfirvöld í Kópavogi við að koma fyrir hundagerði með tíu bílastæðum á umræddum stað vegna athugasemda íbúa í dalnum við tillöguna. Finna á nýjan stað fyrir gerðið. Alls skrifa 183 undir mótmælaskjöl. Þar af eru f lestir í Álfatúni. Eitt mótmælabréf barst frá íbúum í Haðalandi sem er Reykjavíkurmegin í Fossvogsdal. Meginstefin í athugasemdunum eru ónæði vegna aukinnar umferðar og ónæði vegna hávaða og óþrifnaðar frá hundunum sjálfum. Miðað við gagnrýni íbúanna myndi litlu breyta þótt hundasvæðinu yrði valinn staður annar staðar í dalnum „Við mótmælum öll,“ segir í samþykkt húsfélagsins Álfatún 17-25. „Við ætlumst til að bæjaryfirvöld finni slíkri hundagirðingu annan stað en á hlaðvarpanum okkar eða annarra íbúa bæjarins.“ Því sé andmælt að nokkrir íbúar beri hitann og þungann af sérstöku hundasvæði með tilheyrandi ónæði og óþrifnaði. Þrenn hjón við Haðaland segja í sínu bréfi að ljóst sé að umferð að hundagerðinu muni að miklu leyti verða um Haðaland að bílastæðum við Fossvogsskóla. Hundgá muni valda ónæði og óþrifnaður og smitsjúkdómahætta fylgja. „Hundagerðið mun því þjóna litlum hluta íbúa en verða mörgum til ama,“ segja þau. Umferð gangandi og hjólandi verði torvelduð og vistumhverfi dalsins rofið. Íbúi í Álfatúni lýsir áhyggjum af því að hundagerðinu eigi að fylgja tíu bílastæði neðan götunnar sem sé rólegur botnlangi. Viðbótarumferð muni skapa hættu, sérstaklega fyrir börn. „Önnur ástæða þess að ég vil mótmæla þessum aðgerðum er sóðaskapurinn og lætin sem stafa af hundum og ég kæri mig ekki um að búa hér við stanslaust gelt og köll allan sólarhringinn,“ segir þessi íbúi. „Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis fyrir börn minnkar og sömuleiðis torveldar það aðgengi hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda um Dalinn þar sem aðalsamgöngukerfi Dalsins – göngustígakerf i – verður rof ið með hundagerðinu svo tilheyrandi sveigjur og beygjur koma til og skerða lífsgæði íbúa við Dalinn,“ segir í einu bréfanna sem barst í mörgum eintökum og fjölmargir undirrita. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
„Við getum átt von á stanslaust geltandi hundum allan sólarhringinn,“ segir í einu mótmælabréfi vegna áforma hjá Kópavogsbæ um að setja upp hundagerði í Fossvogsdal neðan íbúagötunnar Álfatúns og ofan Fossvogsskóla. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag hættu bæjaryfirvöld í Kópavogi við að koma fyrir hundagerði með tíu bílastæðum á umræddum stað vegna athugasemda íbúa í dalnum við tillöguna. Finna á nýjan stað fyrir gerðið. Alls skrifa 183 undir mótmælaskjöl. Þar af eru f lestir í Álfatúni. Eitt mótmælabréf barst frá íbúum í Haðalandi sem er Reykjavíkurmegin í Fossvogsdal. Meginstefin í athugasemdunum eru ónæði vegna aukinnar umferðar og ónæði vegna hávaða og óþrifnaðar frá hundunum sjálfum. Miðað við gagnrýni íbúanna myndi litlu breyta þótt hundasvæðinu yrði valinn staður annar staðar í dalnum „Við mótmælum öll,“ segir í samþykkt húsfélagsins Álfatún 17-25. „Við ætlumst til að bæjaryfirvöld finni slíkri hundagirðingu annan stað en á hlaðvarpanum okkar eða annarra íbúa bæjarins.“ Því sé andmælt að nokkrir íbúar beri hitann og þungann af sérstöku hundasvæði með tilheyrandi ónæði og óþrifnaði. Þrenn hjón við Haðaland segja í sínu bréfi að ljóst sé að umferð að hundagerðinu muni að miklu leyti verða um Haðaland að bílastæðum við Fossvogsskóla. Hundgá muni valda ónæði og óþrifnaður og smitsjúkdómahætta fylgja. „Hundagerðið mun því þjóna litlum hluta íbúa en verða mörgum til ama,“ segja þau. Umferð gangandi og hjólandi verði torvelduð og vistumhverfi dalsins rofið. Íbúi í Álfatúni lýsir áhyggjum af því að hundagerðinu eigi að fylgja tíu bílastæði neðan götunnar sem sé rólegur botnlangi. Viðbótarumferð muni skapa hættu, sérstaklega fyrir börn. „Önnur ástæða þess að ég vil mótmæla þessum aðgerðum er sóðaskapurinn og lætin sem stafa af hundum og ég kæri mig ekki um að búa hér við stanslaust gelt og köll allan sólarhringinn,“ segir þessi íbúi. „Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis fyrir börn minnkar og sömuleiðis torveldar það aðgengi hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda um Dalinn þar sem aðalsamgöngukerfi Dalsins – göngustígakerf i – verður rof ið með hundagerðinu svo tilheyrandi sveigjur og beygjur koma til og skerða lífsgæði íbúa við Dalinn,“ segir í einu bréfanna sem barst í mörgum eintökum og fjölmargir undirrita.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira