Lífið

Pri­y­anka Chopra kölluð hræsnari af ráð­stefnu­gesti

Sylvía Hall skrifar
Chopra sat fyrir svörum á Beautycon-ráðstefnunni um helgina.
Chopra sat fyrir svörum á Beautycon-ráðstefnunni um helgina. Vísir/Getty
Leikkonan Priyanka Chopra var á meðal gesta á Beautycon-ráðstefnunni sem fram fór í Los Angeles nú um helgina. Ráðstefnan tók þó óvænta stefnu þegar kom að því að opna fyrir spurningar úr sal og einn ráðstefnugestur beindi sjónum sínum að deilu Pakistan og Indlands.

„Það var svolítið erfitt að hlusta á þig tala um manngæsku því sem nágranni þinn, Pakistani, þá veit ég að þú ert svolítill hræsnari,“ sagði Ayesha Malik sem var ein þeirra sem sótti ráðstefnuna. Hún benti á tíst sem Chopra birti á Twitter-aðgangi sínum í febrúar síðastliðnum þar sem hún skrifaði „Jai Hind“ sem má þýða sem „Sigur fyrir Indland“ og bætti við myllumerki um her landsins.





„Þú ert friðarsendiherra fyrir UNICEF og þú ert að hvetja til kjarnorkustríðs gegn Pakistan. Það er enginn sigurvegari í þessu,“ sagði Malik sem sagði marga íbúa landsins hafa stutt Chopra á leiklistarferli sínum í Bollywood. Þegar Malik hafði klárað setninguna gripu starfsmenn hljóðnemann af henni.

Chopra greip hljóðnema og sagðist getað svarað þegar Malik væri búin að „pústa“. Hún baðst afsökunar á því að hafa sært tilfinningar fólks sem hafi stutt við bakið á henni en hún elskaði þjóð sína og það þyrfti að feta milliveginn í þessum málum.

„Ég á marga vini frá Pakistand og ég er frá Indlandi. Stríð er ekki eitthvað sem ég er hrifin af, en ég er föðurlandsvinur, svo mér þykir það leitt ef særði tilfinningar fólks sem elska mig og hafa elskað mig, en ég held að við getum öll fundið einhverskonar milliveg sem við verðum að feta, alveg eins og þú gerir örugglega sjálf,“ sagði Chopra í svari sínu.

„Hvernig þú réðst að mér núna, stelpa, ekki öskra. Við erum öll hér fyrir ást. Ekki öskra. Ekki gera þig að fífli,“ sagði hún áður en hún þakkaði fyrir spurningu Malik.





Malik hefur tjáð sig um málið á Twitter og gerði lítið úr svari Chopra. Hún sagði bæði Indland og Pakistan hafa verið í hættu á þeim tíma sem Chopra birti tístið og í stað þess að hvetja til friðar hafi hún hvatt til kjarnorkustríðs. Þá hafi svarið verið ófagmannlegt í ljósi starfa hennar í þágu mannréttindamála og hún hafi gert lítið úr sér.








Tengdar fréttir

Skutu niður tvær indverskar herþotur

Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun.

Khan reynir að stilla til friðar

Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil.

Pakistanar kalla eftir viðræðum

„Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.