Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 11:37 Mótmælendur á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong. Getty/Anthony Kwan Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. Farþegar í flugi þar sem innritun er ekki lokið missa því að ferðum sínum. Ákvörðunin var tekin vegna þess að mótmælendur höfðu hópast saman í og við flugvöllinn. Guardian greinir frá. Götur umhverfis flugvöllinn voru fullar af fólki sem lokaði leiðum farþega að vellinum, þá voru bílastæði einnig troðfull. Um er að ræða fjórða daginn í röð þar sem mótmælt er við alþjóðaflugvöllinn. Mótmælaaldan í Hong Kong hófst fyrr í sumar eftir að ríkisstjórnin hugðist samþykkja frumvarp sem heimilaði framsal sakamanna til Kína. Með tíð og tíma þróaðist ergja mótmælenda frá því að vera beint að framsalsfrumvarpinu og varð að gagnrýni og mótmælum gegn ríkisstjórninni í heild. Ríkisstjórnin líkt og mótmælendur gefur ekkert eftir Tíu vikur eru liðnar frá upphafi mótmælanna og hvorki mótmælendur né ríkisstjórnin hefur gefið eftir og hefur ríkisstjórnin meðal annars kallað mótmælendur hryðjuverkamenn. Mótmælendur og mannréttindahópar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og segja hana taka of hart á móti mótmælendum, sér í lagi eftir að táragasi var beitt gegn mótmælendum sem lokaðir voru inn á lestarstöð og eftir að lögreglumenn dulbjuggu sig sem mótmælendur áður en þeir framkvæmdu handtökur. Lögreglumenn hafa einnig orðið fyrir meiðslum, þónokkrir lögreglumenn hafa kvartað yfir augnmeiðslum eftir að mótmælendur hefðu beint leysigeislum að þeim, auk þess hafa mótmælendur varpað bensínsprengjum yfir lögreglumenn. Yfirvöld boðuðu þingmenn og fjölmiðla fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem að lögregla sýndi mátt sinn og megin með því að frumsýna tvær háþrýstivatnsbyssur sem notaðar hafa verið gegn mótmælendum í öðrum ríkjum. Lögreglan í Hong Kong festi kaup á búnaðnum eftir mótmæli árið 2014 en þær hafa aldrei verið notaðar. Telja mótmælendur sýninguna vera fátt annað en hótun gegn mótmælendum. Hong Kong Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. Farþegar í flugi þar sem innritun er ekki lokið missa því að ferðum sínum. Ákvörðunin var tekin vegna þess að mótmælendur höfðu hópast saman í og við flugvöllinn. Guardian greinir frá. Götur umhverfis flugvöllinn voru fullar af fólki sem lokaði leiðum farþega að vellinum, þá voru bílastæði einnig troðfull. Um er að ræða fjórða daginn í röð þar sem mótmælt er við alþjóðaflugvöllinn. Mótmælaaldan í Hong Kong hófst fyrr í sumar eftir að ríkisstjórnin hugðist samþykkja frumvarp sem heimilaði framsal sakamanna til Kína. Með tíð og tíma þróaðist ergja mótmælenda frá því að vera beint að framsalsfrumvarpinu og varð að gagnrýni og mótmælum gegn ríkisstjórninni í heild. Ríkisstjórnin líkt og mótmælendur gefur ekkert eftir Tíu vikur eru liðnar frá upphafi mótmælanna og hvorki mótmælendur né ríkisstjórnin hefur gefið eftir og hefur ríkisstjórnin meðal annars kallað mótmælendur hryðjuverkamenn. Mótmælendur og mannréttindahópar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og segja hana taka of hart á móti mótmælendum, sér í lagi eftir að táragasi var beitt gegn mótmælendum sem lokaðir voru inn á lestarstöð og eftir að lögreglumenn dulbjuggu sig sem mótmælendur áður en þeir framkvæmdu handtökur. Lögreglumenn hafa einnig orðið fyrir meiðslum, þónokkrir lögreglumenn hafa kvartað yfir augnmeiðslum eftir að mótmælendur hefðu beint leysigeislum að þeim, auk þess hafa mótmælendur varpað bensínsprengjum yfir lögreglumenn. Yfirvöld boðuðu þingmenn og fjölmiðla fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem að lögregla sýndi mátt sinn og megin með því að frumsýna tvær háþrýstivatnsbyssur sem notaðar hafa verið gegn mótmælendum í öðrum ríkjum. Lögreglan í Hong Kong festi kaup á búnaðnum eftir mótmæli árið 2014 en þær hafa aldrei verið notaðar. Telja mótmælendur sýninguna vera fátt annað en hótun gegn mótmælendum.
Hong Kong Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira