Sjáðu Simone Biles negla tvö söguleg stökk eins og ofurhetja í teiknimynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 23:30 Simone Biles var ótrúleg um helgina. Getty/Jamie Squire Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019 Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira