Blöskrar neikvæðni vegna hundagerðis í Fossvogsdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Hundar leika sér á hundasvæði á Geirsnefi í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm „Þið trúið því ekki hvað ég er sár, þetta er fyrsta girta gerðið sem átti að vera í eðlilegri stærð í Reykjavík,“ segir meðlimur á Facebook-síðunni Hundasamfélagið vegna fréttar Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað hundagerði sem slegið var af í Fossvogsdal. Eins og fram kom í fréttinni hætti Kópavogsbær við að setja upp tólf hundruð fermetra hundagerði neðan götunnar Álfatúns í Fossvogsdal eftir mótmæli 183 íbúa í nágrenninu. Gagnrýnin laut meðal annars að fyrirsjáanlegri aukinni bílaumferð og óþrifnaði og hávaða sem jafnvel yrði allan sólarhringinn. „Ég stend á orginu á mína hunda alla daga og sérstaklega eftir miðnætti,“ skrifar kona á Hundasamfélaginu og bætir við. „Þetta er fáfræði á háu stigi.“ Önnur kona vill uppfræða þá sem mótmæltu og bjóða þeim „í vettvangsferð á helstu hundasvæði borgarinnar til að hlusta á allt geltið í hundunum og öskrið í eigendum þeirra, svona um og eftir miðnætti,“ skrifar hún.Sjá einnig: Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerðiEnn önnur kona segir mesta lífið í dalnum einmitt vera af hundum og hundaeigendum. „Hrikalega mikið af ónýttu plássi sem væri frábært fyrir hunda,“ skrifar hún. Fleiri blanda sér í umræðuna. „Grínlaust þá er með ólíkindum hvað það er lítið umburðarlyndi hjá fólki gagnvart hundum, held að þetta sé einsdæmi,“ skrifar kona. Í einu innlegginu er rætt um mismunandi afstöðu til hunda og katta. „Ég á ekki orð. En svo mega þessir kettir skíta út um allt, hoppa inn um alla glugga og drepa fugla svo eitthvað sé nefnt,“ bendir ein kona á. Þáverandi formaður Félags hundaeigenda á Akureyri, María Björk Guðmundsdóttir, rifjar upp þegar sett var upp hundagerði við Háskólann á Akureyri árið 2013. „Ég fylgdist mjög vel með í framhaldi af öllu sem tengdist þessu gerði og var einnig mikið í samskiptum við Akureyrarbæ. Gerðið er við stóran vinnustað, heilan háskóla og tengist íbúabyggð á Brekkunni og í Glerárþorpi. Það hefur engin kvörtun borist vegna hávaða öll þessi ár,“ upplýsir María Björk í umræðunni á Hundasamfélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
„Þið trúið því ekki hvað ég er sár, þetta er fyrsta girta gerðið sem átti að vera í eðlilegri stærð í Reykjavík,“ segir meðlimur á Facebook-síðunni Hundasamfélagið vegna fréttar Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað hundagerði sem slegið var af í Fossvogsdal. Eins og fram kom í fréttinni hætti Kópavogsbær við að setja upp tólf hundruð fermetra hundagerði neðan götunnar Álfatúns í Fossvogsdal eftir mótmæli 183 íbúa í nágrenninu. Gagnrýnin laut meðal annars að fyrirsjáanlegri aukinni bílaumferð og óþrifnaði og hávaða sem jafnvel yrði allan sólarhringinn. „Ég stend á orginu á mína hunda alla daga og sérstaklega eftir miðnætti,“ skrifar kona á Hundasamfélaginu og bætir við. „Þetta er fáfræði á háu stigi.“ Önnur kona vill uppfræða þá sem mótmæltu og bjóða þeim „í vettvangsferð á helstu hundasvæði borgarinnar til að hlusta á allt geltið í hundunum og öskrið í eigendum þeirra, svona um og eftir miðnætti,“ skrifar hún.Sjá einnig: Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerðiEnn önnur kona segir mesta lífið í dalnum einmitt vera af hundum og hundaeigendum. „Hrikalega mikið af ónýttu plássi sem væri frábært fyrir hunda,“ skrifar hún. Fleiri blanda sér í umræðuna. „Grínlaust þá er með ólíkindum hvað það er lítið umburðarlyndi hjá fólki gagnvart hundum, held að þetta sé einsdæmi,“ skrifar kona. Í einu innlegginu er rætt um mismunandi afstöðu til hunda og katta. „Ég á ekki orð. En svo mega þessir kettir skíta út um allt, hoppa inn um alla glugga og drepa fugla svo eitthvað sé nefnt,“ bendir ein kona á. Þáverandi formaður Félags hundaeigenda á Akureyri, María Björk Guðmundsdóttir, rifjar upp þegar sett var upp hundagerði við Háskólann á Akureyri árið 2013. „Ég fylgdist mjög vel með í framhaldi af öllu sem tengdist þessu gerði og var einnig mikið í samskiptum við Akureyrarbæ. Gerðið er við stóran vinnustað, heilan háskóla og tengist íbúabyggð á Brekkunni og í Glerárþorpi. Það hefur engin kvörtun borist vegna hávaða öll þessi ár,“ upplýsir María Björk í umræðunni á Hundasamfélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð. 12. ágúst 2019 09:45