Fótbolti

Markaskorari í úrslitaleiknum á HM 1986 er látinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Luis Brown fagnar marki sínu í úrslitaleiknum 1986.
Jose Luis Brown fagnar marki sínu í úrslitaleiknum 1986. Getty/ Bob Thomas
Jose Luis Brown sem varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986 er liðið bar sigur úr býtum gegn Vestur Þýskalandi lést í gær, 62 ára að aldri.

Knattspyrnusamband Argentínu staðfesti í gær að fyrrum varnarmaðurinn væri látinn auk þess sem fyrrum samherji hans hjá Argentínu, Gabriel Batistuta, sendi samúðarkveðjur.

Brown gerði garðinn frægan með CB Estudiantes í heimalandinu og spilaði nærri 300 deildarleiki fyrir félagið en lék einnig með Deportivo Espanyol.





Undir lok tímabilsins 1985/1986 var hann leystur undan samningi en var samt valinn í HM-hóp Mexíkó fyrir mótið í heimalandinu. Hann þakkaði heldur betur traustið síðar í mótinu.

Daniel Passarella, helsti varnarmaður liðsins, veiktist og gat ekki tekið þátt í mótinu og því var Brown hent inn. Hann skoraði svo fyrsta mark Argentínu í 3-2 sigri Argentínu á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg.

Síðar í leiknum fór Brown úr axlarlið en neitaði að yfirgefa völlinn. Brown kláraði leikinn með verkinn í öxlinni og hjálpaði Argentínu að tryggja sér annan HM-titilinn sinn.

Mark Jose Luis Brown í úrslitaleiknum.Getty/Bob Thomas
Jose Luis Brown og Jorge Burruchaga skoruðu báðir í úrslitaleiknum 1986.Getty/Bob Thomas



Fleiri fréttir

Sjá meira


×