Þróttur skoraði sjö mörk í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2019 21:57 Margrét Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt í Kópavoginum. mynd/þróttur Þróttur R. og FH, efstu lið Inkasso-deildar kvenna, unnu bæði sína leiki í kvöld. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að þau leiki í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili. Þróttur rúllaði yfir Augnablik, 1-7, á Kópavogsvelli. Þetta er í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum sem Þróttarar skora sjö mörk. Þeir hafa unnið sex leiki í röð og eru með eins stigs forskot á FH-inga á toppi deildarinnar. Margrét Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og Lauren Wade, Andrea Rut Bjarnadóttir, Jelena Tinna Kujundzic, Linda Líf Boama og Katrín Rut Kvaran sitt markið hver. Þróttarar hafa skorað langflest mörk allra í deildinni, eða 56 í 13 leikjum. Ásta Árnadóttir, fyrrverandi landsliðskona, skoraði mark Augnabliks sem er 8. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum frá fallsæti. FH lagði Grindavík að velli, 3-0, í Kaplakrika. Birta Georgsdóttir, Valgerður Ósk Valsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk FH-inga sem eru í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Þrótturum. Grindvíkingar, sem hafa ekki unnið í sjö leikjum í röð, eru í 7. sætinu með 14 stig. Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Tindastóll Fjölni, 0-1, á útivelli. Murielle Tiernan skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru eftir. Hún er næstmarkahæst í deildinni með 15 mörk. Tindastóll er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, tíu stigum á eftir FH. Fjölnir er í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig. Sierra Marie Lelii skoraði tvö mörk þegar Haukar báru sigurorð af Aftureldingu, 2-3. Vienna Behnke var einnig á skotskónum hjá Haukum sem eru komnir upp í 4. sætið eftir fimm sigra í síðustu sex leikjum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Darian Powell skoruðu mörk Mosfellinga sem eru í 5. sæti deildarinnar. Þá vann ÍA 1-0 sigur á botnliði ÍR á Akranesi. Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Skagakvenna síðan 19. júní. Þær eru með 16 stig í 6. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eru enn með sitt eina stig á botninum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Þróttur R. og FH, efstu lið Inkasso-deildar kvenna, unnu bæði sína leiki í kvöld. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að þau leiki í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili. Þróttur rúllaði yfir Augnablik, 1-7, á Kópavogsvelli. Þetta er í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum sem Þróttarar skora sjö mörk. Þeir hafa unnið sex leiki í röð og eru með eins stigs forskot á FH-inga á toppi deildarinnar. Margrét Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og Lauren Wade, Andrea Rut Bjarnadóttir, Jelena Tinna Kujundzic, Linda Líf Boama og Katrín Rut Kvaran sitt markið hver. Þróttarar hafa skorað langflest mörk allra í deildinni, eða 56 í 13 leikjum. Ásta Árnadóttir, fyrrverandi landsliðskona, skoraði mark Augnabliks sem er 8. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum frá fallsæti. FH lagði Grindavík að velli, 3-0, í Kaplakrika. Birta Georgsdóttir, Valgerður Ósk Valsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk FH-inga sem eru í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Þrótturum. Grindvíkingar, sem hafa ekki unnið í sjö leikjum í röð, eru í 7. sætinu með 14 stig. Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Tindastóll Fjölni, 0-1, á útivelli. Murielle Tiernan skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru eftir. Hún er næstmarkahæst í deildinni með 15 mörk. Tindastóll er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, tíu stigum á eftir FH. Fjölnir er í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig. Sierra Marie Lelii skoraði tvö mörk þegar Haukar báru sigurorð af Aftureldingu, 2-3. Vienna Behnke var einnig á skotskónum hjá Haukum sem eru komnir upp í 4. sætið eftir fimm sigra í síðustu sex leikjum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Darian Powell skoruðu mörk Mosfellinga sem eru í 5. sæti deildarinnar. Þá vann ÍA 1-0 sigur á botnliði ÍR á Akranesi. Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Skagakvenna síðan 19. júní. Þær eru með 16 stig í 6. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eru enn með sitt eina stig á botninum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira