Sumar hinna leiðinlegu greina Davíð Þorláksson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Það var ekki skynsamlegt að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans. Einkum vegna þess að þá þurfið þið að lesa fleiri greinar eftir mig og aðra um þetta drepleiðinlega mál. Ég get ekki stillt mig um að svara tvennu sem ég hef séð haldið fram af andstæðingum pakkans: Að stuðningsmenn pakkans tali ekki af einlægni fyrir honum og við ættum að reyna að taka orkumál úr EES. Þótt málið snúist aðallega um að uppfylla skyldur okkar gagnvart EES og standa vörð um samning sem hefur bætt lífsgæði allra landsmanna þá kemur meira til. Það felast miklir og óvefengjanlegir hagsmunir í því fyrir Íslendinga að vera áfram hluti af orkusamstarfi við ESB jafnvel þótt við ákveðum að tengjast ESB ekki með sæstreng. Orkupakkarnir hafa tryggt okkur eðlilegan og heilbrigðan markað með rafmagn, þar sem samkeppni ríkir í framleiðslu og sölu og strangar reglur gilda um þá einokun sem er óhjákvæmilega í flutningi og dreifingu, neytendum til hagsbóta. Einnig skiptir miklu máli fyrir stór íslensk fyrirtæki að tæki sem þau framleiða og ganga fyrir rafmagni teljist uppfylla EES-kröfur um orkunýtingu og tæknilega staðla. Það skiptir t.d. íslensk fyrirtæki máli sem framleiða tæki fyrir matvælaiðnað, og eru í fremstu röð í heiminum og skapa fjölda starfa hérlendis. Að lokum má nefna að hin hliðin á orkumálunum er loftslagsmálin. Það verður að skoða málin í samhengi. Og þar stöndum við frammi fyrir áskorunum sem við leysum ekki ein og er langbest fyrir okkur að vinna á vettvangi EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það var ekki skynsamlegt að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans. Einkum vegna þess að þá þurfið þið að lesa fleiri greinar eftir mig og aðra um þetta drepleiðinlega mál. Ég get ekki stillt mig um að svara tvennu sem ég hef séð haldið fram af andstæðingum pakkans: Að stuðningsmenn pakkans tali ekki af einlægni fyrir honum og við ættum að reyna að taka orkumál úr EES. Þótt málið snúist aðallega um að uppfylla skyldur okkar gagnvart EES og standa vörð um samning sem hefur bætt lífsgæði allra landsmanna þá kemur meira til. Það felast miklir og óvefengjanlegir hagsmunir í því fyrir Íslendinga að vera áfram hluti af orkusamstarfi við ESB jafnvel þótt við ákveðum að tengjast ESB ekki með sæstreng. Orkupakkarnir hafa tryggt okkur eðlilegan og heilbrigðan markað með rafmagn, þar sem samkeppni ríkir í framleiðslu og sölu og strangar reglur gilda um þá einokun sem er óhjákvæmilega í flutningi og dreifingu, neytendum til hagsbóta. Einnig skiptir miklu máli fyrir stór íslensk fyrirtæki að tæki sem þau framleiða og ganga fyrir rafmagni teljist uppfylla EES-kröfur um orkunýtingu og tæknilega staðla. Það skiptir t.d. íslensk fyrirtæki máli sem framleiða tæki fyrir matvælaiðnað, og eru í fremstu röð í heiminum og skapa fjölda starfa hérlendis. Að lokum má nefna að hin hliðin á orkumálunum er loftslagsmálin. Það verður að skoða málin í samhengi. Og þar stöndum við frammi fyrir áskorunum sem við leysum ekki ein og er langbest fyrir okkur að vinna á vettvangi EES.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar