FH hefur aldrei áður fengið KR í heimsókn í bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 15:00 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir FH í bikarúrslitaleiknum fyrir nákvæmlega níu árum. Hér er hann í baráttunni við Bjarna Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara KR-liðsins. Mynd/Daníel FH-ingar reyna í kvöld að vinna sinn fyrsta bikarleik á móti KR í nákvæmlega níu ár en það er einmitt jafnlangt liðið síðan að FH-liðið varð bikarmeistari síðast. FH og KR hafa mæst áður í bikarsögunni en leikurinn í kvöld verður samt sögulegur. Leikur FH og KR á Kaplakrikavelli hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.40. Allir sex bikarleikir FH og KR til þessa hafa nefnilega farið fram í Reykjavík. Það breytist í kvöld þegar FH-ingar taka á móti erkifjendum sínum í Vesturbænum í undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Fjórir leikjanna hafa farið fram á KR-vellinum í Frostaskjóli þar á meðal þeir þrír síðustu sem KR hefur unnið alla. FH vann þrjá fyrstu bikarleiki liðanna, einn á KR-vellinum en hina tvo á þjóðarleikvanginum í Laugardalnum. FH hefur ekki unnið bikarleik á móti KR síðan í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum haustið 2010. FH vann þá 4-0 stórsigur þökk sé tveimur mörkum frá Matthíasi Vilhjálmssyni og sitt hvoru markinu frá Atli Viðari Björnssyni og Atla Guðnasyni. Þessi bikarúrslitaleikur fyrir níu árum fór einmitt fram 14. ágúst og það eru því liðin nákvæmlega níu heil ár þegar leikurinn er spilaður í dag. Leikirnir hófust meira að segja á sama tíma eða klukkan 18.00.Sex bikarleikir KR og FH: 8 liða úrslit 2015: KR vann 2-1 á KR-velli 32 liða úrslit 2014: KR vann 1-0 á KR-velli 16 liða úrslit 2011: KR vann 2-0 á KR-velli Úrslitaleikur 2010: FH vann 4-0 á Laugardalsvelli 8 liða úrslit 2004: FH vann 3-1 á KR-velli Undanúrslit 2003: FH vann 3-2 á LaugardalsvelliSamtals: 3 FH-sigrar 3 KR-sigrar 11 FH-mörk 8 KR-mörk Mjólkurbikarinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
FH-ingar reyna í kvöld að vinna sinn fyrsta bikarleik á móti KR í nákvæmlega níu ár en það er einmitt jafnlangt liðið síðan að FH-liðið varð bikarmeistari síðast. FH og KR hafa mæst áður í bikarsögunni en leikurinn í kvöld verður samt sögulegur. Leikur FH og KR á Kaplakrikavelli hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.40. Allir sex bikarleikir FH og KR til þessa hafa nefnilega farið fram í Reykjavík. Það breytist í kvöld þegar FH-ingar taka á móti erkifjendum sínum í Vesturbænum í undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Fjórir leikjanna hafa farið fram á KR-vellinum í Frostaskjóli þar á meðal þeir þrír síðustu sem KR hefur unnið alla. FH vann þrjá fyrstu bikarleiki liðanna, einn á KR-vellinum en hina tvo á þjóðarleikvanginum í Laugardalnum. FH hefur ekki unnið bikarleik á móti KR síðan í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum haustið 2010. FH vann þá 4-0 stórsigur þökk sé tveimur mörkum frá Matthíasi Vilhjálmssyni og sitt hvoru markinu frá Atli Viðari Björnssyni og Atla Guðnasyni. Þessi bikarúrslitaleikur fyrir níu árum fór einmitt fram 14. ágúst og það eru því liðin nákvæmlega níu heil ár þegar leikurinn er spilaður í dag. Leikirnir hófust meira að segja á sama tíma eða klukkan 18.00.Sex bikarleikir KR og FH: 8 liða úrslit 2015: KR vann 2-1 á KR-velli 32 liða úrslit 2014: KR vann 1-0 á KR-velli 16 liða úrslit 2011: KR vann 2-0 á KR-velli Úrslitaleikur 2010: FH vann 4-0 á Laugardalsvelli 8 liða úrslit 2004: FH vann 3-1 á KR-velli Undanúrslit 2003: FH vann 3-2 á LaugardalsvelliSamtals: 3 FH-sigrar 3 KR-sigrar 11 FH-mörk 8 KR-mörk
Mjólkurbikarinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira