Gary Neville hefur engan áhuga á að gerast þjálfari á ný Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 23:30 Sir Alex Ferguson var lærimeistari bæði Gary Neville og Ole Gunnar Solskjær. Solskjær fetar í fótspor Sir Alex sem stjóri Manchester United, Neville hefur hins vegar engann áhuga á því vísir/getty Fyrrum Manchester United maðurinn Gary Neville hefur engan áhuga á því að klæðast þjálfaragallanum á ný. Hann reyndi fyrir sér sem þjálfari Valencia en lifði ekki lengi. Neville, sem er 44 ára gamall, var ráðinn til Valencia haustið 2015 og var fjóra mánuði við stjórnvöllinn þar. Hann var á endanum rekinn frá félaginu eftir að hafa aðeins náð 10 sigrum í 28 leikjum. Þá var hann hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins frá 2012 til 2016. Þrátt fyrir að þjálfaraferillinn sé ekki glæstur hefur Neville skapað sér nafn sem sjónvarpsspekingur og er einn helsti sérfræðingur Sky Sports. Þá er hann hlutaeigandi í fjórðu deildar liðinu Salford City og rekur þjónustufyrirtæki ásamt Ryan Giggs. Samtímamenn Neville hafa verið að láta meira fyrir sér fara í þjálfun upp á síðkastið; Ryan Giggs er landsliðsþjálfari Wales, Frank Lampard er orðinn stjóri Chelsea, Steven Gerrard er að gera góða hluti með Rangers og bróðir Gary, Phil Neville, þjálfar enska kvennalandsliðið. Þá var systir þeirra bræðra, Tracey Neville, þjálfari enska netbolta (e. netball) landsliðsins. Gary hefur hins vegar engan áhuga á að láta reyna á þjálfaraferilinn aftur. „Það er ekki einn einasti hluti af mér sem vaknar á morgnanna og hugsar með sér að hann vilji vera úti á æfingasvæðinu,“ sagði Neville við BBC. „Ég hef mun meiri áhuga á viðskiptahliðinni, að vera í stjórnarherberginu. Ég elska að horfa á leiki, en ég vil ekki vera úti á æfingasvæðinu. Ég gerði það og sá partur af lífi mínu er búinn.“ Enski boltinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Fyrrum Manchester United maðurinn Gary Neville hefur engan áhuga á því að klæðast þjálfaragallanum á ný. Hann reyndi fyrir sér sem þjálfari Valencia en lifði ekki lengi. Neville, sem er 44 ára gamall, var ráðinn til Valencia haustið 2015 og var fjóra mánuði við stjórnvöllinn þar. Hann var á endanum rekinn frá félaginu eftir að hafa aðeins náð 10 sigrum í 28 leikjum. Þá var hann hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins frá 2012 til 2016. Þrátt fyrir að þjálfaraferillinn sé ekki glæstur hefur Neville skapað sér nafn sem sjónvarpsspekingur og er einn helsti sérfræðingur Sky Sports. Þá er hann hlutaeigandi í fjórðu deildar liðinu Salford City og rekur þjónustufyrirtæki ásamt Ryan Giggs. Samtímamenn Neville hafa verið að láta meira fyrir sér fara í þjálfun upp á síðkastið; Ryan Giggs er landsliðsþjálfari Wales, Frank Lampard er orðinn stjóri Chelsea, Steven Gerrard er að gera góða hluti með Rangers og bróðir Gary, Phil Neville, þjálfar enska kvennalandsliðið. Þá var systir þeirra bræðra, Tracey Neville, þjálfari enska netbolta (e. netball) landsliðsins. Gary hefur hins vegar engan áhuga á að láta reyna á þjálfaraferilinn aftur. „Það er ekki einn einasti hluti af mér sem vaknar á morgnanna og hugsar með sér að hann vilji vera úti á æfingasvæðinu,“ sagði Neville við BBC. „Ég hef mun meiri áhuga á viðskiptahliðinni, að vera í stjórnarherberginu. Ég elska að horfa á leiki, en ég vil ekki vera úti á æfingasvæðinu. Ég gerði það og sá partur af lífi mínu er búinn.“
Enski boltinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira