Strákarnir í átta liða úrslitin á HM eftir sannfærandi sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 15:45 Íslenska 19 ára landsliðið. HSÍ Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta er komið í átta liða úrslitin á HM U19 í Norður Makedóníu eftir sannfærandi fimm marka sigur á Japan í sextán liða úrslitum í dag. Íslenska liðið vann leikinn 39-34 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk úr 11 skotum og KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði 8 mörk úr 9 skotum. Tumi Steinn, sem var valinn maður leiksins, var mjög öflugur í gegnumbrotunum en hann spilar með Aftureldingu. HK-ingurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson var síðan með sjö mörk. Haukur Þrastarson kom aftur inn í liðið og var með fjögur mörk en hann átti einnig fjölda stoðsendinga á félags síns. Móthaldarar töldu tólf stoðsendingar á kappann en hann var allt í öllu í sóknarleiknum þrátt fyrir að skjóta bara sex sinnum sjálfur á markið. Íslensku strákarnir enduðu þar með fjögurra leikja sigurgöngu japanska liðsins sem kom á miklu flugi inn í þennan mikilvæga leik. Íslenska liðið var með frumkvæðið allan tímann en japanska liðið gafst aldrei upp og hékk inn í leiknum. Sigur íslensku strákanna var þó aldrei í mikilli hættu enda voru margir að spila vel í dag. Ísland mætir Egyptalandi í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram strax á morgun. Egyptar unnu sjö marka sigur á Slóvenum fyrr í dag. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik en Japanir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Íslenska liðið bætti aftur við forystuna í upphafi seinni hálfleik og munurinn var lengstum á milli fjögur til sex mörk. Japanir reyndu að leysa leikinn upp í lokin með framliggjandi vörn en strákarnir leystu það mjög vel.Leikmenn Íslands á HM U-19 karla:Markmenn 1 Svavar Ingi Sigmundsson, KA 26 Sigurður Dan Óskarsson, FHÚtileikmenn 3 Dagur Gautason, KA 4 Arnór Snær Óskarsson, Valur 5 Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir 10 Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding 11 Stiven Tobar Valencia, Valur 14 Einar Örn Sindrason, FH 19 Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir 20 Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss 21 Tjörvi Týr Gíslason, Valur 22 Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK 23 Jón Bald Freysson, Fjölnir 24 Blær Hinriksson, HK 25 Haukur Þrastarson, Selfoss 27 Ólafur Brim Stefánsson, ValurHér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá leik Íslands og Japans. Handbolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta er komið í átta liða úrslitin á HM U19 í Norður Makedóníu eftir sannfærandi fimm marka sigur á Japan í sextán liða úrslitum í dag. Íslenska liðið vann leikinn 39-34 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk úr 11 skotum og KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði 8 mörk úr 9 skotum. Tumi Steinn, sem var valinn maður leiksins, var mjög öflugur í gegnumbrotunum en hann spilar með Aftureldingu. HK-ingurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson var síðan með sjö mörk. Haukur Þrastarson kom aftur inn í liðið og var með fjögur mörk en hann átti einnig fjölda stoðsendinga á félags síns. Móthaldarar töldu tólf stoðsendingar á kappann en hann var allt í öllu í sóknarleiknum þrátt fyrir að skjóta bara sex sinnum sjálfur á markið. Íslensku strákarnir enduðu þar með fjögurra leikja sigurgöngu japanska liðsins sem kom á miklu flugi inn í þennan mikilvæga leik. Íslenska liðið var með frumkvæðið allan tímann en japanska liðið gafst aldrei upp og hékk inn í leiknum. Sigur íslensku strákanna var þó aldrei í mikilli hættu enda voru margir að spila vel í dag. Ísland mætir Egyptalandi í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram strax á morgun. Egyptar unnu sjö marka sigur á Slóvenum fyrr í dag. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik en Japanir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Íslenska liðið bætti aftur við forystuna í upphafi seinni hálfleik og munurinn var lengstum á milli fjögur til sex mörk. Japanir reyndu að leysa leikinn upp í lokin með framliggjandi vörn en strákarnir leystu það mjög vel.Leikmenn Íslands á HM U-19 karla:Markmenn 1 Svavar Ingi Sigmundsson, KA 26 Sigurður Dan Óskarsson, FHÚtileikmenn 3 Dagur Gautason, KA 4 Arnór Snær Óskarsson, Valur 5 Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir 10 Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding 11 Stiven Tobar Valencia, Valur 14 Einar Örn Sindrason, FH 19 Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir 20 Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss 21 Tjörvi Týr Gíslason, Valur 22 Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK 23 Jón Bald Freysson, Fjölnir 24 Blær Hinriksson, HK 25 Haukur Þrastarson, Selfoss 27 Ólafur Brim Stefánsson, ValurHér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá leik Íslands og Japans.
Handbolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira