Fótbolti

Kahn gæti eignast fallið stór­veldi

Sindri Sverrisson skrifar
Oliver Kahn er í viðræðum um að eignast Bordeaux.
Oliver Kahn er í viðræðum um að eignast Bordeaux. Getty/Oliver Hardt

Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í fótbolta, hefur hafið samningaviðræður um kaup á fallna, franska stórveldinu Bordeaux.

Kahn greinir sjálfur frá þessu í samtali við þýska blaðið Bild.

„Umræður um hugsanlega inngöngu í Girondins de Bordeaux eru á frumstigi. Það er ekkert meira að segja að svo stöddu,“ sagði Kahn.

Bordeaux er eitt sigursælasta knattspyrnulið Frakklands frá upphafi en félagið má muna fífil sinn fegurri og hefur verið dæmt niður í fjórðu deild Frakklands vegna mikilla fjárhagsörðugleika.

Bordeaux varð síðast franskur meistari árið 2009 en hefur alls landað titlinum sex sinnum, og er félagið í 7. sæti yfir flesta titla í sögu franska boltans.

Kahn hefur reynslu sem stjórnarformaður Bayern München, félagsins sem hann spilaði fyrir á frábærum ferli sínum sem markvörður en hann vann meðal annars átta Þýskalandsmeistaratitla, Meistaradeild Evrópu einu sinni og fleiri titla, auk þess að vinna EM með þýska landsliðinu árið 1996 og vinna silfur á HM 2002 og brons 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×