Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Gamlar lagnir og illa kortlagðar valda töfum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Reykjavíkurborg hefur tilkynnt eigendum fyrirtækja við Hverfisgötu um seinkun á framkvæmdum við endurnýjun á Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Skýringar sem gefnar hafa verið af hálfu borgarinnar eru meðal annars þær að verktökum gangi almennt illa að manna verk í kring um verslunarmannahelgina og því hafi lítið gerst dagana í kring um þá helgi. Ekki verði unnt að ganga um svæðið á Menningarnótt eins og til stóð og umferð verði ekki hægt að hleypa á í vikunni þar á eftir. Þá áætla Veitur að vegna rangra hæðarpunkta á frárennslisbrunni við Safnahúsið á Hverfisgötu tefjist verkið um þrjá til fjóra daga. Hluti af verkinu er að endurnýja lagnir neðanjarðar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri hjá Veitum, segir að hingað til hafi þurft dælu til að koma skólpi frá Safnahúsinu út í fráveitukerfið í götunni. Við hönnun verksins hafi verið tekið tillit til óskar frá Safnahúsinu um breytingar á fráveitulögninni svo hún yrði sjálfrennandi. „Í framkvæmdum kemur svo í ljós að hæðarkóði á brunni, sem hönnuður fær í hendur frá Safnahúsi, er rangur og því ekki nægur halli á lögninni til að ná upp sjálfrennsli,“ útskýrir Ólöf. Því þurfi að færa tengingu Safnahússins neðar í götuna til að ná nægum halla á lögnina.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Þegar þetta uppgötvast eftir að framkvæmdir hefjast og búið er að tengja lögnina er ljóst að ráðast þarf í breytingar á þessari tengingu og við erum í þeim núna. En áður en við gátum hafist handa við þær þurfti að moka ofan í skurðinn til bráðabirgða til að skapa aðgengi fyrir vinnu við aðra verkþætti; það er lagnir fyrir kalt vatn svo hægt væri að hleypa á þær á réttum tíma,“ útskýrir Ólöf. Að sögn Ólafar er áætlað að vinna við að færa tenginguna tefji heildarverkið líklegast um þrjá til fjóra daga. „En auðvitað er verið að vinna í öðrum verkþáttum á meðan,“ áréttar hún. Aðspurð um áætluð verklok segir Ólöf að farið verði yfir þann þátt á verkstöðufundi í dag. Hún bendir á að framkvæmdir í eldri hverfum geti verið erfiðar. Oft sé ekki til nægilega góð og nákvæm gögn um hvað sé undir. Mikið mál geti verið að koma niður lögnum og á sama tíma halda kerfunum gangandi. „Sem betur fer endast lagnir í jörðu yfirleitt í áratugi og því þarf mjög sjaldan að fara í framkvæmdir eins og þessar sem við erum að vinna með Reykjavíkurborg á þessum hluta Hverfisgötunnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi Veitna. Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gleipnis sem vinnur verkið fyrir Veitur og Reykjavíkurborg, vill engum spurningum svara en vísar á verkefnisstjóra hjá borginni. „Það er langbest að hann svari þessu frekar en einhver óbreyttur kálfur,“ segir Heimir. Von er á svörum um málið frá borginni í dag. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt eigendum fyrirtækja við Hverfisgötu um seinkun á framkvæmdum við endurnýjun á Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Skýringar sem gefnar hafa verið af hálfu borgarinnar eru meðal annars þær að verktökum gangi almennt illa að manna verk í kring um verslunarmannahelgina og því hafi lítið gerst dagana í kring um þá helgi. Ekki verði unnt að ganga um svæðið á Menningarnótt eins og til stóð og umferð verði ekki hægt að hleypa á í vikunni þar á eftir. Þá áætla Veitur að vegna rangra hæðarpunkta á frárennslisbrunni við Safnahúsið á Hverfisgötu tefjist verkið um þrjá til fjóra daga. Hluti af verkinu er að endurnýja lagnir neðanjarðar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri hjá Veitum, segir að hingað til hafi þurft dælu til að koma skólpi frá Safnahúsinu út í fráveitukerfið í götunni. Við hönnun verksins hafi verið tekið tillit til óskar frá Safnahúsinu um breytingar á fráveitulögninni svo hún yrði sjálfrennandi. „Í framkvæmdum kemur svo í ljós að hæðarkóði á brunni, sem hönnuður fær í hendur frá Safnahúsi, er rangur og því ekki nægur halli á lögninni til að ná upp sjálfrennsli,“ útskýrir Ólöf. Því þurfi að færa tengingu Safnahússins neðar í götuna til að ná nægum halla á lögnina.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Þegar þetta uppgötvast eftir að framkvæmdir hefjast og búið er að tengja lögnina er ljóst að ráðast þarf í breytingar á þessari tengingu og við erum í þeim núna. En áður en við gátum hafist handa við þær þurfti að moka ofan í skurðinn til bráðabirgða til að skapa aðgengi fyrir vinnu við aðra verkþætti; það er lagnir fyrir kalt vatn svo hægt væri að hleypa á þær á réttum tíma,“ útskýrir Ólöf. Að sögn Ólafar er áætlað að vinna við að færa tenginguna tefji heildarverkið líklegast um þrjá til fjóra daga. „En auðvitað er verið að vinna í öðrum verkþáttum á meðan,“ áréttar hún. Aðspurð um áætluð verklok segir Ólöf að farið verði yfir þann þátt á verkstöðufundi í dag. Hún bendir á að framkvæmdir í eldri hverfum geti verið erfiðar. Oft sé ekki til nægilega góð og nákvæm gögn um hvað sé undir. Mikið mál geti verið að koma niður lögnum og á sama tíma halda kerfunum gangandi. „Sem betur fer endast lagnir í jörðu yfirleitt í áratugi og því þarf mjög sjaldan að fara í framkvæmdir eins og þessar sem við erum að vinna með Reykjavíkurborg á þessum hluta Hverfisgötunnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi Veitna. Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gleipnis sem vinnur verkið fyrir Veitur og Reykjavíkurborg, vill engum spurningum svara en vísar á verkefnisstjóra hjá borginni. „Það er langbest að hann svari þessu frekar en einhver óbreyttur kálfur,“ segir Heimir. Von er á svörum um málið frá borginni í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Sjá meira
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“