Alþjóðlega fótboltaspillingin nær til átta leikmanna á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 15. ágúst 2019 07:45 47 landsleikir voru merktir grunaðir um spillingu, þar af fimm af 10 landsleikjum hjá einu liðinu. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Fréttablaðið/Ernir Ný skýrsla frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýnir örlitla fækkun á grunsamlegum veðmálum tengdum fótbolta. Tveir leikir, flokkaðir í A-flokk, koma þó í fyrsta sinn fyrir í skýrslunni vegna gruns um spillingu. Aldrei áður hefur leikur í þeim flokki komið fyrir í skýrslu af þessu tagi. Í A-flokki teljast leikir á HM og aðrir stórleikir. Alls voru 377 leikir merktir sem grunsamlegir í skýrslunni en þeir voru 397 fyrir árið 2017. Mun fleiri leikir voru þó skoðaðir í fyrra. Alls voru skoðaðir yfir 62 þúsund leikir í 115 löndum sem þýðir að í aðeins 0,61 prósenti leikja sem voru skoðaðir var grunur um að leyndist óhreint mjöl í pokahorninu. Leikirnir ná frá karla- og kvennaflokki og niður í unglingaflokk. Flestir leikir voru skoðaðir í Evrópu eða 35.469 og voru 227 merktir sérstaklega vegna gruns um spillingu. Af þeim 377 leikjum sem merktir voru vegna gruns um spillingu voru 58 í yngri flokkum. Skýrslan nafngreinir ekki deild eða leiki en tekur fram að í einni unglingadeild í Evrópu hafi verið gríðarlega mikið veðjað á úrslit. 47 landsleikir voru merktir, þar af fimm af tíu landsleikjum hjá einu landsliði á árinu. Grunsemdir um spillingu eru sem fyrr mestar í Asíu samkvæmt skýrslunni. Í könnun sem Leikmannasamtökin létu gera meðal leikmanna í efstu deild hér heima, og 191 leikmaður tók þátt í, kom fram að rætt hefði verið við átta leikmenn á þessu ári um að úrslitum hefði verið hagrætt, eða fjögur prósent. Sama prósentutala var í könnun ársins 2016. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Sjá meira
Ný skýrsla frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýnir örlitla fækkun á grunsamlegum veðmálum tengdum fótbolta. Tveir leikir, flokkaðir í A-flokk, koma þó í fyrsta sinn fyrir í skýrslunni vegna gruns um spillingu. Aldrei áður hefur leikur í þeim flokki komið fyrir í skýrslu af þessu tagi. Í A-flokki teljast leikir á HM og aðrir stórleikir. Alls voru 377 leikir merktir sem grunsamlegir í skýrslunni en þeir voru 397 fyrir árið 2017. Mun fleiri leikir voru þó skoðaðir í fyrra. Alls voru skoðaðir yfir 62 þúsund leikir í 115 löndum sem þýðir að í aðeins 0,61 prósenti leikja sem voru skoðaðir var grunur um að leyndist óhreint mjöl í pokahorninu. Leikirnir ná frá karla- og kvennaflokki og niður í unglingaflokk. Flestir leikir voru skoðaðir í Evrópu eða 35.469 og voru 227 merktir sérstaklega vegna gruns um spillingu. Af þeim 377 leikjum sem merktir voru vegna gruns um spillingu voru 58 í yngri flokkum. Skýrslan nafngreinir ekki deild eða leiki en tekur fram að í einni unglingadeild í Evrópu hafi verið gríðarlega mikið veðjað á úrslit. 47 landsleikir voru merktir, þar af fimm af tíu landsleikjum hjá einu landsliði á árinu. Grunsemdir um spillingu eru sem fyrr mestar í Asíu samkvæmt skýrslunni. Í könnun sem Leikmannasamtökin létu gera meðal leikmanna í efstu deild hér heima, og 191 leikmaður tók þátt í, kom fram að rætt hefði verið við átta leikmenn á þessu ári um að úrslitum hefði verið hagrætt, eða fjögur prósent. Sama prósentutala var í könnun ársins 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Sjá meira