Bjóða húsnæðislán með neikvæðum vöxtum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 07:25 Jyske Bank er þriðji stærsti banki Danmerkur. Getty/Bloomberg Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. „Já, þú last rétt. Nú getur þú fengið húsnæðislán á föstum vöxtum til 10 ára þar sem nafnverð vaxtanna er neikvætt“ eins og það er orðað á vef Jyske Bank. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Þó lánin séu tæknilega séð með neikvæðum föstum vöxtum er árleg hlutfallstala kostnaðar (APR) af dæmigerðu lání á bilinu 2,11-2,72 prósent. Um er að ræða mælikvarða sem allir bankar verða að gefa upp og endurspeglar raunverulegan kostnað lántakandans á hverju ári út lánstímann. Það skýrist af lántökukostnaði og því að bankinn kaupir skuldabréfið af lántakandanum á afföllum. Í ofanálag þurfa danskir lántakendur að greiða fjármagnstekjuskatt af þessum tæknilega neikvæðu vöxtum þar sem það reiknast sem fjármagnstekjur. Sambærilegur hlutfallskostnaður á fjörutíu ára óverðtryggðu láni er 5,59 prósent.„Við gefum þér ekki pening beint í vasann, en í hverjum mánuði lækkar lánið þitt umfram það sem þú borgar,“ eins og Mikkel Høegh, húsnæðismálahagfræðingur Jyske Bank, kemst að orði. Lágmarksstærð lánsins eru 200 þúsund danskar krónur, 3,7 milljónir íslenskra, og segir bankinn að þetta sé því tilvalið viðbótarlán. Ekki er þó hægt að fá það vaxtalaust. Bankinn segist geta boðið upp á þessi lánakjör vegna þess að bankinn getur sjálfur fjármagnað sig með lánum sem bera neikvæða vexti - og vilji bjóða viðskiptavinum sínum svipuð lánakjör. Stýrivextir í Evrópu eru enda víða lágir, á evrusvæðinu eru þeir -0,4 prósent og í Danmörku í kringum -0,6 prósent. Hér má frekar fræðast um neikvæða stýrivexti. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að innistæðueigendur, fólk sem er með sparnaðinn sinn hjá Jyske, munu ekki sjá neina vexti á sparnaðarreikningum sínum. Þeir gætu jafnvel orðið neikvæðir þegar fram líða stundir. „Það vill hins vegar enginn bankinn verða sá fyrsti til bað bjóða upp á neikvæða innlánsvexti,“ segir fyrrnefndur Høegh. Bankinn UBS í Sviss tilkynnti efnuðum viðskiptavinum sínum hins vegar í síðustu viku að lagt yrði 0,6 prósenta árlegt gjald á allar innistæður sem nema meira en 600 þúsund evrum, 69 milljónum króna. Nánar má fræðast um lán Jyske Bank á heimasíðu bankans.Fréttin var uppfærð klukkan 15:42 með nánari upplýsingum um hlutfallskostnað kostnaðar. Danmörk Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. „Já, þú last rétt. Nú getur þú fengið húsnæðislán á föstum vöxtum til 10 ára þar sem nafnverð vaxtanna er neikvætt“ eins og það er orðað á vef Jyske Bank. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Þó lánin séu tæknilega séð með neikvæðum föstum vöxtum er árleg hlutfallstala kostnaðar (APR) af dæmigerðu lání á bilinu 2,11-2,72 prósent. Um er að ræða mælikvarða sem allir bankar verða að gefa upp og endurspeglar raunverulegan kostnað lántakandans á hverju ári út lánstímann. Það skýrist af lántökukostnaði og því að bankinn kaupir skuldabréfið af lántakandanum á afföllum. Í ofanálag þurfa danskir lántakendur að greiða fjármagnstekjuskatt af þessum tæknilega neikvæðu vöxtum þar sem það reiknast sem fjármagnstekjur. Sambærilegur hlutfallskostnaður á fjörutíu ára óverðtryggðu láni er 5,59 prósent.„Við gefum þér ekki pening beint í vasann, en í hverjum mánuði lækkar lánið þitt umfram það sem þú borgar,“ eins og Mikkel Høegh, húsnæðismálahagfræðingur Jyske Bank, kemst að orði. Lágmarksstærð lánsins eru 200 þúsund danskar krónur, 3,7 milljónir íslenskra, og segir bankinn að þetta sé því tilvalið viðbótarlán. Ekki er þó hægt að fá það vaxtalaust. Bankinn segist geta boðið upp á þessi lánakjör vegna þess að bankinn getur sjálfur fjármagnað sig með lánum sem bera neikvæða vexti - og vilji bjóða viðskiptavinum sínum svipuð lánakjör. Stýrivextir í Evrópu eru enda víða lágir, á evrusvæðinu eru þeir -0,4 prósent og í Danmörku í kringum -0,6 prósent. Hér má frekar fræðast um neikvæða stýrivexti. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að innistæðueigendur, fólk sem er með sparnaðinn sinn hjá Jyske, munu ekki sjá neina vexti á sparnaðarreikningum sínum. Þeir gætu jafnvel orðið neikvæðir þegar fram líða stundir. „Það vill hins vegar enginn bankinn verða sá fyrsti til bað bjóða upp á neikvæða innlánsvexti,“ segir fyrrnefndur Høegh. Bankinn UBS í Sviss tilkynnti efnuðum viðskiptavinum sínum hins vegar í síðustu viku að lagt yrði 0,6 prósenta árlegt gjald á allar innistæður sem nema meira en 600 þúsund evrum, 69 milljónum króna. Nánar má fræðast um lán Jyske Bank á heimasíðu bankans.Fréttin var uppfærð klukkan 15:42 með nánari upplýsingum um hlutfallskostnað kostnaðar.
Danmörk Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira