„Eins og að ganga á tunglinu í fyrsta sinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 11:30 Eliud Kipchoge. Getty/Maja Hitij Eliud Kipchoge ætlar sér að verða sá fyrsti í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum. Hann hefur sett stefnuna á að ná þessu í hlaupi í Vín í októbermánuði. Tveggja klukkutímamúrinn í maraþonhlaupi hefur hingað til verið talinn vera illklifanlegur en besti maraþonhlaupari heimsins í dag vill komast yfir hann og er óhræddur við að tala um það. Hinn 34 ára gamli Eliud Kipchoge mun reyna að klára Ineos 1:59 Challenge í Vín í október á undir tveimur mínútum.“This is about history and making a mark in sport" https://t.co/ctrhSlogDD — Sports Illustrated (@SInow) August 15, 2019 Eliud Kipchoge á heimsmetið þegar hann kom í mark tveimur klukkutímum, einni mínútu og 39 sekúndum. Tíminn sem hann fer á í hlaupinu í Vín verður þó ekki löglegt met því hann mun njóta góðs af tveimur aðstoðarhlaupurum sem er ætlað að halda uppi hraðanum og fara því af þeim sökum inn og út úr hlaupinu. „Ég efast ekki um að ég geti náð þessu,“ sagði Eliud Kipchoge..@EliudKipchoge is convinced he will run the first sub-two hour marathon in Vienna in October and believes it will be in the same bracket as the first lunar landing 50 years ago and the ascent of Mount Everest in terms of human achievement.@iaaforghttps://t.co/ttJJuM3DeZ — Olympic Channel (@olympicchannel) August 14, 2019 Eliud Kipchoge hefur gert áður svipaða tilraun og kom þá í mark á 25 sekúndum yfir markmiðinu. Það mót fór fram í Monza á Ítalíu árið 2017. Nú mun hann hlaupa í Prater garðinum í höfuðborg Austurríkis en hann mun hlaupa í hringi á 9,6 kílómetra flatri braut. Það er allt til alls fyrir hann til að náð tímanum eftirsótta. „Að komast niður fyrir tveggja klukkutíma markið verður eins og að ganga á tunglinu, klífa hæsta fjallið eða synda út í mitt úthaf,“ sagði Eliud Kipchoge. „Þetta snýst um að skrifa söguna og skilja eftir arfleið. Ég ætla að gera það. Heimsmetið sjálft skiptir ekki öllu. Ég á þegar heimsmetið í maraþonhlaupi. Þetta er fyrir heimsfjölskylduna,“ sagði Kipchoge. Austurríki Frjálsar íþróttir Hlaup Kenía Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira
Eliud Kipchoge ætlar sér að verða sá fyrsti í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum. Hann hefur sett stefnuna á að ná þessu í hlaupi í Vín í októbermánuði. Tveggja klukkutímamúrinn í maraþonhlaupi hefur hingað til verið talinn vera illklifanlegur en besti maraþonhlaupari heimsins í dag vill komast yfir hann og er óhræddur við að tala um það. Hinn 34 ára gamli Eliud Kipchoge mun reyna að klára Ineos 1:59 Challenge í Vín í október á undir tveimur mínútum.“This is about history and making a mark in sport" https://t.co/ctrhSlogDD — Sports Illustrated (@SInow) August 15, 2019 Eliud Kipchoge á heimsmetið þegar hann kom í mark tveimur klukkutímum, einni mínútu og 39 sekúndum. Tíminn sem hann fer á í hlaupinu í Vín verður þó ekki löglegt met því hann mun njóta góðs af tveimur aðstoðarhlaupurum sem er ætlað að halda uppi hraðanum og fara því af þeim sökum inn og út úr hlaupinu. „Ég efast ekki um að ég geti náð þessu,“ sagði Eliud Kipchoge..@EliudKipchoge is convinced he will run the first sub-two hour marathon in Vienna in October and believes it will be in the same bracket as the first lunar landing 50 years ago and the ascent of Mount Everest in terms of human achievement.@iaaforghttps://t.co/ttJJuM3DeZ — Olympic Channel (@olympicchannel) August 14, 2019 Eliud Kipchoge hefur gert áður svipaða tilraun og kom þá í mark á 25 sekúndum yfir markmiðinu. Það mót fór fram í Monza á Ítalíu árið 2017. Nú mun hann hlaupa í Prater garðinum í höfuðborg Austurríkis en hann mun hlaupa í hringi á 9,6 kílómetra flatri braut. Það er allt til alls fyrir hann til að náð tímanum eftirsótta. „Að komast niður fyrir tveggja klukkutíma markið verður eins og að ganga á tunglinu, klífa hæsta fjallið eða synda út í mitt úthaf,“ sagði Eliud Kipchoge. „Þetta snýst um að skrifa söguna og skilja eftir arfleið. Ég ætla að gera það. Heimsmetið sjálft skiptir ekki öllu. Ég á þegar heimsmetið í maraþonhlaupi. Þetta er fyrir heimsfjölskylduna,“ sagði Kipchoge.
Austurríki Frjálsar íþróttir Hlaup Kenía Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira