Gunnleifur rifjar upp bikarúrslitaleiki sína og Kári vonar að úrslitaleikja bið Víkinga sé á enda Anton Ingi Leifsson skrifar 15. ágúst 2019 14:00 Kári Árnason og Gunnleifur Gunnleifsson. myndir/skjáskot Gunnleifur Gunnleifsson og Kári Árnason verða í eldlínunni í kvöld er Víkingur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar hefjast klukkan 18.00 í Víkinni. Sigurliðið mætir FH í úrslitaleiknum en Fimleikafélagið hafði betur gegn KR í gærkvöldi. Gunnleifur mun verja mark Blika í kvöld en hann hefur gengið í gegnum margt í bikarnum. „Í fyrsta úrslitaleiknum var ég Kristjáni Finnbogasyni til halds traust er við KR-ingar unnum tvöfalt. Það var bara skemmtilegt, þó ég hafi verið á bekknum,“ sagði Gunnleifur en það var fyrir tuttugu árum. Síðar stóð Gunnleifur í markinu hjá FH er hann varði mark FH í 4-0 sigri á KR 2010 þar sem allt var á suðurpunkti. „Þá pökkuðum við KR saman í frægum úrslitaleik þar sem við fengum tvö víti. KR-ingar voru brjálaðir og það var mjög sætt.“ Á síðustu leiktíð tapaði Breiðablik svo í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum er liðið beið í lægra haldi fyrir Stjörnunni. „Það var ansi þungt verð ég að viðurkenna. Við töpuðum í vítaspyrnukeppni við erfiðar aðstæður; kalt, rok og langur leikur. Það sat svolítið í mér.“ Víkingur vann sinn fyrsta og eina sigur í bikarkeppninni árið 1971 og þá var Kári Árnason, landsliðsmaður og leikmaður Víkinga, ekki fæddur. „Það eru ellefu ár í að ég fæðist þá. Það er alltof langt og það er kominn tími á þetta,“ sagði Kári en Víkingur vann sigur á Blikum á dögunum. Spilamennskan var þó ekki upp á marga fiska, að mati Víkinga: „Það var sennilega okkar versti leikur síðan að ég kom. Það var heppni í því en við tókum stigin þrjú. Við áttum okkur á því og erum mjög krítískir á sjálfa okkur.“ „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta þarf að vera betra til þess að ná sigri hérna í bikarnum,“ sagði Kári að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Gunnleifur og Kári ræða undanúrslit í bikarnum Mjólkurbikarinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson og Kári Árnason verða í eldlínunni í kvöld er Víkingur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar hefjast klukkan 18.00 í Víkinni. Sigurliðið mætir FH í úrslitaleiknum en Fimleikafélagið hafði betur gegn KR í gærkvöldi. Gunnleifur mun verja mark Blika í kvöld en hann hefur gengið í gegnum margt í bikarnum. „Í fyrsta úrslitaleiknum var ég Kristjáni Finnbogasyni til halds traust er við KR-ingar unnum tvöfalt. Það var bara skemmtilegt, þó ég hafi verið á bekknum,“ sagði Gunnleifur en það var fyrir tuttugu árum. Síðar stóð Gunnleifur í markinu hjá FH er hann varði mark FH í 4-0 sigri á KR 2010 þar sem allt var á suðurpunkti. „Þá pökkuðum við KR saman í frægum úrslitaleik þar sem við fengum tvö víti. KR-ingar voru brjálaðir og það var mjög sætt.“ Á síðustu leiktíð tapaði Breiðablik svo í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum er liðið beið í lægra haldi fyrir Stjörnunni. „Það var ansi þungt verð ég að viðurkenna. Við töpuðum í vítaspyrnukeppni við erfiðar aðstæður; kalt, rok og langur leikur. Það sat svolítið í mér.“ Víkingur vann sinn fyrsta og eina sigur í bikarkeppninni árið 1971 og þá var Kári Árnason, landsliðsmaður og leikmaður Víkinga, ekki fæddur. „Það eru ellefu ár í að ég fæðist þá. Það er alltof langt og það er kominn tími á þetta,“ sagði Kári en Víkingur vann sigur á Blikum á dögunum. Spilamennskan var þó ekki upp á marga fiska, að mati Víkinga: „Það var sennilega okkar versti leikur síðan að ég kom. Það var heppni í því en við tókum stigin þrjú. Við áttum okkur á því og erum mjög krítískir á sjálfa okkur.“ „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta þarf að vera betra til þess að ná sigri hérna í bikarnum,“ sagði Kári að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Gunnleifur og Kári ræða undanúrslit í bikarnum
Mjólkurbikarinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira