Gunnleifur rifjar upp bikarúrslitaleiki sína og Kári vonar að úrslitaleikja bið Víkinga sé á enda Anton Ingi Leifsson skrifar 15. ágúst 2019 14:00 Kári Árnason og Gunnleifur Gunnleifsson. myndir/skjáskot Gunnleifur Gunnleifsson og Kári Árnason verða í eldlínunni í kvöld er Víkingur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar hefjast klukkan 18.00 í Víkinni. Sigurliðið mætir FH í úrslitaleiknum en Fimleikafélagið hafði betur gegn KR í gærkvöldi. Gunnleifur mun verja mark Blika í kvöld en hann hefur gengið í gegnum margt í bikarnum. „Í fyrsta úrslitaleiknum var ég Kristjáni Finnbogasyni til halds traust er við KR-ingar unnum tvöfalt. Það var bara skemmtilegt, þó ég hafi verið á bekknum,“ sagði Gunnleifur en það var fyrir tuttugu árum. Síðar stóð Gunnleifur í markinu hjá FH er hann varði mark FH í 4-0 sigri á KR 2010 þar sem allt var á suðurpunkti. „Þá pökkuðum við KR saman í frægum úrslitaleik þar sem við fengum tvö víti. KR-ingar voru brjálaðir og það var mjög sætt.“ Á síðustu leiktíð tapaði Breiðablik svo í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum er liðið beið í lægra haldi fyrir Stjörnunni. „Það var ansi þungt verð ég að viðurkenna. Við töpuðum í vítaspyrnukeppni við erfiðar aðstæður; kalt, rok og langur leikur. Það sat svolítið í mér.“ Víkingur vann sinn fyrsta og eina sigur í bikarkeppninni árið 1971 og þá var Kári Árnason, landsliðsmaður og leikmaður Víkinga, ekki fæddur. „Það eru ellefu ár í að ég fæðist þá. Það er alltof langt og það er kominn tími á þetta,“ sagði Kári en Víkingur vann sigur á Blikum á dögunum. Spilamennskan var þó ekki upp á marga fiska, að mati Víkinga: „Það var sennilega okkar versti leikur síðan að ég kom. Það var heppni í því en við tókum stigin þrjú. Við áttum okkur á því og erum mjög krítískir á sjálfa okkur.“ „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta þarf að vera betra til þess að ná sigri hérna í bikarnum,“ sagði Kári að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Gunnleifur og Kári ræða undanúrslit í bikarnum Mjólkurbikarinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson og Kári Árnason verða í eldlínunni í kvöld er Víkingur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar hefjast klukkan 18.00 í Víkinni. Sigurliðið mætir FH í úrslitaleiknum en Fimleikafélagið hafði betur gegn KR í gærkvöldi. Gunnleifur mun verja mark Blika í kvöld en hann hefur gengið í gegnum margt í bikarnum. „Í fyrsta úrslitaleiknum var ég Kristjáni Finnbogasyni til halds traust er við KR-ingar unnum tvöfalt. Það var bara skemmtilegt, þó ég hafi verið á bekknum,“ sagði Gunnleifur en það var fyrir tuttugu árum. Síðar stóð Gunnleifur í markinu hjá FH er hann varði mark FH í 4-0 sigri á KR 2010 þar sem allt var á suðurpunkti. „Þá pökkuðum við KR saman í frægum úrslitaleik þar sem við fengum tvö víti. KR-ingar voru brjálaðir og það var mjög sætt.“ Á síðustu leiktíð tapaði Breiðablik svo í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum er liðið beið í lægra haldi fyrir Stjörnunni. „Það var ansi þungt verð ég að viðurkenna. Við töpuðum í vítaspyrnukeppni við erfiðar aðstæður; kalt, rok og langur leikur. Það sat svolítið í mér.“ Víkingur vann sinn fyrsta og eina sigur í bikarkeppninni árið 1971 og þá var Kári Árnason, landsliðsmaður og leikmaður Víkinga, ekki fæddur. „Það eru ellefu ár í að ég fæðist þá. Það er alltof langt og það er kominn tími á þetta,“ sagði Kári en Víkingur vann sigur á Blikum á dögunum. Spilamennskan var þó ekki upp á marga fiska, að mati Víkinga: „Það var sennilega okkar versti leikur síðan að ég kom. Það var heppni í því en við tókum stigin þrjú. Við áttum okkur á því og erum mjög krítískir á sjálfa okkur.“ „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta þarf að vera betra til þess að ná sigri hérna í bikarnum,“ sagði Kári að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Gunnleifur og Kári ræða undanúrslit í bikarnum
Mjólkurbikarinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira