Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 09:49 Vél Wizz Air var á leið frá Ungverjalandi til Íslands þegar maðurinn reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefann. Getty/SOPA Images Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns.Á vef TV2 í Noregi er haft eftir lögreglu að um hafi verið að ræða íslenskan mann á sjötugsaldri sem hafi gert tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Töluverður viðbúnaður var á Sola-flugvelli vegna málsins og segir í frétt TV2 að lögreglu- og slökkviliðsmenn hafi verið ræstir út til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Vel gekk að lenda vélinni og fóru lögreglumenn fóru um borð til að handtaka manninn. Hann á ekki að hafa sýnt neina mótspyrnu. Norska ríkisútvarpið segir að maðurinn beri við minnisleysi vegna lyfjanotkunar. „Við höfum handtekið mann á sjötugsaldri. Enginn slasaðist. Reynt er að fá úr því skorið hvað gerðist,“ skrifar lögreglan í suðvestur Noregi á Twitter-síðu sinni. Hann mun hafa verið ölvaður og var fluttur til Stafangurs í varðhald. Ferð vélarinnar var síðan framhaldið til Íslands og er hún nú í loftinu. Áætluð lending vélarinnar í Keflavík er 11:15.#Sola - Vi rykker ut til Stavanger lufthavn etter melding om en person som har utagert på et fly. Det er kontroll på personen ombord. Flyet har ikke landet enda, og vi er på vei ut for å ivareta situasjonen så snart flyet er på bakken. Hendelsesforløpet er uklart. Mer følger.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019 Mannen kjøres i arrest. Hendelsen er trolig rusrelatert. Vi oppretter sak på forholdet.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019 Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns.Á vef TV2 í Noregi er haft eftir lögreglu að um hafi verið að ræða íslenskan mann á sjötugsaldri sem hafi gert tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Töluverður viðbúnaður var á Sola-flugvelli vegna málsins og segir í frétt TV2 að lögreglu- og slökkviliðsmenn hafi verið ræstir út til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Vel gekk að lenda vélinni og fóru lögreglumenn fóru um borð til að handtaka manninn. Hann á ekki að hafa sýnt neina mótspyrnu. Norska ríkisútvarpið segir að maðurinn beri við minnisleysi vegna lyfjanotkunar. „Við höfum handtekið mann á sjötugsaldri. Enginn slasaðist. Reynt er að fá úr því skorið hvað gerðist,“ skrifar lögreglan í suðvestur Noregi á Twitter-síðu sinni. Hann mun hafa verið ölvaður og var fluttur til Stafangurs í varðhald. Ferð vélarinnar var síðan framhaldið til Íslands og er hún nú í loftinu. Áætluð lending vélarinnar í Keflavík er 11:15.#Sola - Vi rykker ut til Stavanger lufthavn etter melding om en person som har utagert på et fly. Det er kontroll på personen ombord. Flyet har ikke landet enda, og vi er på vei ut for å ivareta situasjonen så snart flyet er på bakken. Hendelsesforløpet er uklart. Mer følger.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019 Mannen kjøres i arrest. Hendelsen er trolig rusrelatert. Vi oppretter sak på forholdet.— Politiet i Sør-Vest (@politietsorvest) August 15, 2019
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira