Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 11:03 Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun. FLIGHTRADAR24.COM Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Sjá meira
Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Sjá meira
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49