Elfar á í hættu að missa af bikarsumrinu 2020 Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 11:30 Elfar Freyr Helgason í leik með Blikum vísir/bára Elfar Freyr Helgason gæti misst af allri bikarkeppninni á næsta ári fari svo að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmi hann í nokkurra leikja bann fyrir hegðun sína í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Elfar Freyr tæklaði Víkinginn Ágúst Eðvald Hlynsson á 82. mínútu leiks Breiðabliks og Víkings í gærkvöld og fékk fyrir það rautt spjald. Elfar var ekki sáttur, tók rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni dómara og henti því í grasið áður en hann gekk af velli. Beint rautt spjald þýðir að Elfar Freyr fer í bann í næsta leik.Allar brottvísanir og atvik sem þessi sem gerast í kringum þær fara inn á borð aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin kemur saman á þriðjudögum og mun þetta mál verða tekið fyrir næsta þriðjudag. Fordæmi eru fyrir því að dæma menn í lengra bann fyrir athæfi sem þetta. Kassim Doumbia, þáverandi leikmaður FH, fékk tveggja leikja bann fyrir samskonar hegðun í leik Breiðabliks og FH í Pepsideildinni fyrir fimm árum síðan. Aga- og úrskurðarnefnd hefur svigrúm til þess að dæma Elfar í allt að sex leikja bann. Samkvæmt reglum KSÍ gilda spjöld og refsingar vegna þeirra bara í viðeigandi keppni. Því mun leikbann Elfars, hversu langt sem það verður, aðeins gilda í bikarkeppninni. Pepsi Max deildar lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn spila 5 bikarleiki á sumri, miðað við að fyrirkomulag síðustu ára þar sem þau koma inn í 32-liða úrslitum haldist, svo ef aga- og úrskurðarnefnd dæmir tvo eða þrjá auka leiki ofan á hefðbundna eins leiks bannið fyrir rauða spjaldið þá gæti farið svo að Elfar fái ekki að spila bikarleik sumarið 2020. Þar sem Blikar töpuðu undanúrslitaleiknum í gær er þátttöku þeirra í bikarkeppninni á þessu ári lokið. Refsingin færist því yfir á næsta ár og mun Elfar byrja næsta bikartímabil í banni. Elfar er hins vegar ekki löglegur í næsta leik Breiðabliks í Pepsi Max deildinni heldur, hann var á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefndar dæmdur í eins leiks bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Hann gæti komið aftur inn í liðið þegar Blikar sækja FH heim þann 25. ágúst. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld. 15. ágúst 2019 22:02 Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni. 16. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Elfar Freyr Helgason gæti misst af allri bikarkeppninni á næsta ári fari svo að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmi hann í nokkurra leikja bann fyrir hegðun sína í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Elfar Freyr tæklaði Víkinginn Ágúst Eðvald Hlynsson á 82. mínútu leiks Breiðabliks og Víkings í gærkvöld og fékk fyrir það rautt spjald. Elfar var ekki sáttur, tók rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni dómara og henti því í grasið áður en hann gekk af velli. Beint rautt spjald þýðir að Elfar Freyr fer í bann í næsta leik.Allar brottvísanir og atvik sem þessi sem gerast í kringum þær fara inn á borð aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin kemur saman á þriðjudögum og mun þetta mál verða tekið fyrir næsta þriðjudag. Fordæmi eru fyrir því að dæma menn í lengra bann fyrir athæfi sem þetta. Kassim Doumbia, þáverandi leikmaður FH, fékk tveggja leikja bann fyrir samskonar hegðun í leik Breiðabliks og FH í Pepsideildinni fyrir fimm árum síðan. Aga- og úrskurðarnefnd hefur svigrúm til þess að dæma Elfar í allt að sex leikja bann. Samkvæmt reglum KSÍ gilda spjöld og refsingar vegna þeirra bara í viðeigandi keppni. Því mun leikbann Elfars, hversu langt sem það verður, aðeins gilda í bikarkeppninni. Pepsi Max deildar lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn spila 5 bikarleiki á sumri, miðað við að fyrirkomulag síðustu ára þar sem þau koma inn í 32-liða úrslitum haldist, svo ef aga- og úrskurðarnefnd dæmir tvo eða þrjá auka leiki ofan á hefðbundna eins leiks bannið fyrir rauða spjaldið þá gæti farið svo að Elfar fái ekki að spila bikarleik sumarið 2020. Þar sem Blikar töpuðu undanúrslitaleiknum í gær er þátttöku þeirra í bikarkeppninni á þessu ári lokið. Refsingin færist því yfir á næsta ár og mun Elfar byrja næsta bikartímabil í banni. Elfar er hins vegar ekki löglegur í næsta leik Breiðabliks í Pepsi Max deildinni heldur, hann var á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefndar dæmdur í eins leiks bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Hann gæti komið aftur inn í liðið þegar Blikar sækja FH heim þann 25. ágúst.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld. 15. ágúst 2019 22:02 Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni. 16. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld. 15. ágúst 2019 22:02
Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni. 16. ágúst 2019 07:00