Dusty 2-1 Ventus: Einhver óvæntustu úrslit í sögu Norðurlandamótsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 12:44 Árangur Dusty er talinn einn sá óvæntasti í sögu Norðurlandamótsins í LoL. Vísir/DustyIceland Dusty, annað tveggja íslenskra liða sem hóf keppni í Norðurlandamótinu í tölvuleiknum League of Legends (LoL) lagði í gær danska liðið Ventus Esports, sem eru fráfarandi Norðulandameistarar í LoL. Liðin léku alls þrjá leiki og fór rimman 2-1 Dusty í vil. Lið Dusty samanstendur af þeim Mikael Degi Hallssyni, Arnari Snæland, Aroni Gabríel Guðmundssyni, Marteini Gíslasyni og Dananum Tobias Jensen. En sá síðastnefndi er eitt mesta efni Dana í leiknum og hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu og eru nokkur stærri lið með augastað á honum. Í fréttatilkynningu frá Ásbirni Daníel Ásbjörnssyni, forstjóra Dusty, kemur fram að Ventus hafi byrjað viðureignina mun betur en okkar menn. Því hafi útlitið verið ansi svart fyrir Dusty. Leikur 2 haf hins vegar verið mun jafnari . Raunar var allt í járnum fyrstu 12 mínúturnar en Dusty seig fram úr undir lokin og sigraði. Staðan 1-1 og oddaleikur fram undan. Þriðji leikurinn var einnig afar jafn en aftur tókst Dusty að kreista fram sigur í blálokin með frábærri spilamennsku, við mikinn fögnuð áhorfenda. Með sigrinum hefur Dusty ekki aðeins tryggt sér miða í undanúrslitin heldur einnig væn peningaverðlaun. Liðið er þar að auki aðeins einum sigri frá því að tryggja sér þátttökurétt á EU Masters-mótinu. Mótið er það stærsta sinnar tegundar innan Evrópu. Þar er til mikils að vinna, en fyrstu verðlaun í mótinu telja tugi milljóna króna. Sigur Dusty á Ventus kom mörgum gríðarlega á óvart. Leikjasíðan Lemondogs fjallaði meðal annars um úrslitin og kallaði þau óvæntasta sigur í sögu Norðurlandamótsins. Leikmenn Dusty hafa eflaust fagnað sigrinum vel í gærkvöldi en alvara lífsins hefur síðan tekið við strax í morgun, þar sem undanúrslitarimman fer fram í kvöld. Þar mætir Dusty afar sterku liði Falkn frá Svíþjóð en liðið lagði Dusty örugglega í fyrsta leik deildarkeppninnar fyrr í sumar. Sigurvegari þeirrar viðureignar leikur síðan til úrslita gegn sigurvegara úr rimmu danska liðsins Copenhagen Flames og sænska liðsins Team Final Tribe. Leik Dusty og Falkn má fylgjast með í bienni útsendingu á Twitch-síðu Dreamhack, sem heldur mótið. Rimman hefst klukkan 19:00 í kvöld. Eins hefur verið blásið til áhorfsteitis í Háskólanum í Reykjavík, þar sem öllum er velkomið að mæta og fylgjast með. Hægt er að fylgjast með liði Dusty á samfélagsmiðlum undir notendanafninu dustyiceland. Leikjavísir Tengdar fréttir Dusty komið í úrslitakeppni Norðurlandsmótsins í League of Legends League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. 14. ágúst 2019 18:51 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Dusty, annað tveggja íslenskra liða sem hóf keppni í Norðurlandamótinu í tölvuleiknum League of Legends (LoL) lagði í gær danska liðið Ventus Esports, sem eru fráfarandi Norðulandameistarar í LoL. Liðin léku alls þrjá leiki og fór rimman 2-1 Dusty í vil. Lið Dusty samanstendur af þeim Mikael Degi Hallssyni, Arnari Snæland, Aroni Gabríel Guðmundssyni, Marteini Gíslasyni og Dananum Tobias Jensen. En sá síðastnefndi er eitt mesta efni Dana í leiknum og hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu og eru nokkur stærri lið með augastað á honum. Í fréttatilkynningu frá Ásbirni Daníel Ásbjörnssyni, forstjóra Dusty, kemur fram að Ventus hafi byrjað viðureignina mun betur en okkar menn. Því hafi útlitið verið ansi svart fyrir Dusty. Leikur 2 haf hins vegar verið mun jafnari . Raunar var allt í járnum fyrstu 12 mínúturnar en Dusty seig fram úr undir lokin og sigraði. Staðan 1-1 og oddaleikur fram undan. Þriðji leikurinn var einnig afar jafn en aftur tókst Dusty að kreista fram sigur í blálokin með frábærri spilamennsku, við mikinn fögnuð áhorfenda. Með sigrinum hefur Dusty ekki aðeins tryggt sér miða í undanúrslitin heldur einnig væn peningaverðlaun. Liðið er þar að auki aðeins einum sigri frá því að tryggja sér þátttökurétt á EU Masters-mótinu. Mótið er það stærsta sinnar tegundar innan Evrópu. Þar er til mikils að vinna, en fyrstu verðlaun í mótinu telja tugi milljóna króna. Sigur Dusty á Ventus kom mörgum gríðarlega á óvart. Leikjasíðan Lemondogs fjallaði meðal annars um úrslitin og kallaði þau óvæntasta sigur í sögu Norðurlandamótsins. Leikmenn Dusty hafa eflaust fagnað sigrinum vel í gærkvöldi en alvara lífsins hefur síðan tekið við strax í morgun, þar sem undanúrslitarimman fer fram í kvöld. Þar mætir Dusty afar sterku liði Falkn frá Svíþjóð en liðið lagði Dusty örugglega í fyrsta leik deildarkeppninnar fyrr í sumar. Sigurvegari þeirrar viðureignar leikur síðan til úrslita gegn sigurvegara úr rimmu danska liðsins Copenhagen Flames og sænska liðsins Team Final Tribe. Leik Dusty og Falkn má fylgjast með í bienni útsendingu á Twitch-síðu Dreamhack, sem heldur mótið. Rimman hefst klukkan 19:00 í kvöld. Eins hefur verið blásið til áhorfsteitis í Háskólanum í Reykjavík, þar sem öllum er velkomið að mæta og fylgjast með. Hægt er að fylgjast með liði Dusty á samfélagsmiðlum undir notendanafninu dustyiceland.
Leikjavísir Tengdar fréttir Dusty komið í úrslitakeppni Norðurlandsmótsins í League of Legends League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. 14. ágúst 2019 18:51 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Dusty komið í úrslitakeppni Norðurlandsmótsins í League of Legends League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. 14. ágúst 2019 18:51