Dusty 2-1 Ventus: Einhver óvæntustu úrslit í sögu Norðurlandamótsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 12:44 Árangur Dusty er talinn einn sá óvæntasti í sögu Norðurlandamótsins í LoL. Vísir/DustyIceland Dusty, annað tveggja íslenskra liða sem hóf keppni í Norðurlandamótinu í tölvuleiknum League of Legends (LoL) lagði í gær danska liðið Ventus Esports, sem eru fráfarandi Norðulandameistarar í LoL. Liðin léku alls þrjá leiki og fór rimman 2-1 Dusty í vil. Lið Dusty samanstendur af þeim Mikael Degi Hallssyni, Arnari Snæland, Aroni Gabríel Guðmundssyni, Marteini Gíslasyni og Dananum Tobias Jensen. En sá síðastnefndi er eitt mesta efni Dana í leiknum og hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu og eru nokkur stærri lið með augastað á honum. Í fréttatilkynningu frá Ásbirni Daníel Ásbjörnssyni, forstjóra Dusty, kemur fram að Ventus hafi byrjað viðureignina mun betur en okkar menn. Því hafi útlitið verið ansi svart fyrir Dusty. Leikur 2 haf hins vegar verið mun jafnari . Raunar var allt í járnum fyrstu 12 mínúturnar en Dusty seig fram úr undir lokin og sigraði. Staðan 1-1 og oddaleikur fram undan. Þriðji leikurinn var einnig afar jafn en aftur tókst Dusty að kreista fram sigur í blálokin með frábærri spilamennsku, við mikinn fögnuð áhorfenda. Með sigrinum hefur Dusty ekki aðeins tryggt sér miða í undanúrslitin heldur einnig væn peningaverðlaun. Liðið er þar að auki aðeins einum sigri frá því að tryggja sér þátttökurétt á EU Masters-mótinu. Mótið er það stærsta sinnar tegundar innan Evrópu. Þar er til mikils að vinna, en fyrstu verðlaun í mótinu telja tugi milljóna króna. Sigur Dusty á Ventus kom mörgum gríðarlega á óvart. Leikjasíðan Lemondogs fjallaði meðal annars um úrslitin og kallaði þau óvæntasta sigur í sögu Norðurlandamótsins. Leikmenn Dusty hafa eflaust fagnað sigrinum vel í gærkvöldi en alvara lífsins hefur síðan tekið við strax í morgun, þar sem undanúrslitarimman fer fram í kvöld. Þar mætir Dusty afar sterku liði Falkn frá Svíþjóð en liðið lagði Dusty örugglega í fyrsta leik deildarkeppninnar fyrr í sumar. Sigurvegari þeirrar viðureignar leikur síðan til úrslita gegn sigurvegara úr rimmu danska liðsins Copenhagen Flames og sænska liðsins Team Final Tribe. Leik Dusty og Falkn má fylgjast með í bienni útsendingu á Twitch-síðu Dreamhack, sem heldur mótið. Rimman hefst klukkan 19:00 í kvöld. Eins hefur verið blásið til áhorfsteitis í Háskólanum í Reykjavík, þar sem öllum er velkomið að mæta og fylgjast með. Hægt er að fylgjast með liði Dusty á samfélagsmiðlum undir notendanafninu dustyiceland. Leikjavísir Tengdar fréttir Dusty komið í úrslitakeppni Norðurlandsmótsins í League of Legends League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. 14. ágúst 2019 18:51 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Dusty, annað tveggja íslenskra liða sem hóf keppni í Norðurlandamótinu í tölvuleiknum League of Legends (LoL) lagði í gær danska liðið Ventus Esports, sem eru fráfarandi Norðulandameistarar í LoL. Liðin léku alls þrjá leiki og fór rimman 2-1 Dusty í vil. Lið Dusty samanstendur af þeim Mikael Degi Hallssyni, Arnari Snæland, Aroni Gabríel Guðmundssyni, Marteini Gíslasyni og Dananum Tobias Jensen. En sá síðastnefndi er eitt mesta efni Dana í leiknum og hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu og eru nokkur stærri lið með augastað á honum. Í fréttatilkynningu frá Ásbirni Daníel Ásbjörnssyni, forstjóra Dusty, kemur fram að Ventus hafi byrjað viðureignina mun betur en okkar menn. Því hafi útlitið verið ansi svart fyrir Dusty. Leikur 2 haf hins vegar verið mun jafnari . Raunar var allt í járnum fyrstu 12 mínúturnar en Dusty seig fram úr undir lokin og sigraði. Staðan 1-1 og oddaleikur fram undan. Þriðji leikurinn var einnig afar jafn en aftur tókst Dusty að kreista fram sigur í blálokin með frábærri spilamennsku, við mikinn fögnuð áhorfenda. Með sigrinum hefur Dusty ekki aðeins tryggt sér miða í undanúrslitin heldur einnig væn peningaverðlaun. Liðið er þar að auki aðeins einum sigri frá því að tryggja sér þátttökurétt á EU Masters-mótinu. Mótið er það stærsta sinnar tegundar innan Evrópu. Þar er til mikils að vinna, en fyrstu verðlaun í mótinu telja tugi milljóna króna. Sigur Dusty á Ventus kom mörgum gríðarlega á óvart. Leikjasíðan Lemondogs fjallaði meðal annars um úrslitin og kallaði þau óvæntasta sigur í sögu Norðurlandamótsins. Leikmenn Dusty hafa eflaust fagnað sigrinum vel í gærkvöldi en alvara lífsins hefur síðan tekið við strax í morgun, þar sem undanúrslitarimman fer fram í kvöld. Þar mætir Dusty afar sterku liði Falkn frá Svíþjóð en liðið lagði Dusty örugglega í fyrsta leik deildarkeppninnar fyrr í sumar. Sigurvegari þeirrar viðureignar leikur síðan til úrslita gegn sigurvegara úr rimmu danska liðsins Copenhagen Flames og sænska liðsins Team Final Tribe. Leik Dusty og Falkn má fylgjast með í bienni útsendingu á Twitch-síðu Dreamhack, sem heldur mótið. Rimman hefst klukkan 19:00 í kvöld. Eins hefur verið blásið til áhorfsteitis í Háskólanum í Reykjavík, þar sem öllum er velkomið að mæta og fylgjast með. Hægt er að fylgjast með liði Dusty á samfélagsmiðlum undir notendanafninu dustyiceland.
Leikjavísir Tengdar fréttir Dusty komið í úrslitakeppni Norðurlandsmótsins í League of Legends League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. 14. ágúst 2019 18:51 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Dusty komið í úrslitakeppni Norðurlandsmótsins í League of Legends League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. 14. ágúst 2019 18:51