Foreldrar Noru krefjast svara Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 23:15 Nora Quoirin. Vísir/AP Foreldrar Noru Quoirin, 15 ára stúlku með þroskaskerðingu sem fannst látin í regnskógi í Malasíu í vikunni, segja mörgum spurningum enn ósvarað um andlát hennar. Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi. Nora hvarf í fjölskyldufríi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur, þann 4. ágúst. Lík hennar fannst eftir níu daga leit í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Foreldrar Noru, sem eru frá Írlandi og Frakklandi en hafa verið búsett í London í tvo áratugi, stóðu frá upphafi í þeirri trú að dóttur þeirra hefði verið rænt. Báru þau því fyrir sig að Nora væri afar ósjálfbjarga sökum þroskaskerðingar sinnar og myndi því ekki ráfa burt af hótelinu af sjálfstáðum. Lögregla rannsakaði málið þó ætíð sem mannshvarf. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningu á líki Noru lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu.Frá leitinni að Noru í regnskóginum.Vísir/APÍ yfirlýsingu sem foreldrar Noru sendu frá sér í dag segjast þeir óska eftir frekari svörum um atburði síðustu daga. „Fyrstu niðurstöður úr krufningu hafa veitt okkur upplýsingar sem geta hjálpað okkur að skilja dánarorsök Noru. En fallega, saklausa stúlkan okkar lést við gríðarlega flóknar aðstæður og við vonum að fljótlega verði okkur gefin frekari svör við ótal spurningum okkar. Við eigum enn í erfiðleikum með að ná utan um atburði síðustu tíu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Þá þakkar fjölskyldan embættismönnum í Malasíu fyrir sýndan hlýhug, svo og lögreglu og leitarmönnum fyrir hjálpina. „Við hyggjumst flytja Noru heim þar sem hún verður loksins lögð til hvílu, nálægt ástríkum fjölskyldum sínum í Frakklandi og á Írlandi.“ Talið er að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Ekki er grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst. Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Foreldrar Noru Quoirin, 15 ára stúlku með þroskaskerðingu sem fannst látin í regnskógi í Malasíu í vikunni, segja mörgum spurningum enn ósvarað um andlát hennar. Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi. Nora hvarf í fjölskyldufríi í bænum Seremban, nærri regnskógunum við borgarmörk Kuala Lumpur, þann 4. ágúst. Lík hennar fannst eftir níu daga leit í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu þar sem fjölskyldan dvaldi. Foreldrar Noru, sem eru frá Írlandi og Frakklandi en hafa verið búsett í London í tvo áratugi, stóðu frá upphafi í þeirri trú að dóttur þeirra hefði verið rænt. Báru þau því fyrir sig að Nora væri afar ósjálfbjarga sökum þroskaskerðingar sinnar og myndi því ekki ráfa burt af hótelinu af sjálfstáðum. Lögregla rannsakaði málið þó ætíð sem mannshvarf. Samkvæmt niðurstöðum úr krufningu á líki Noru lést hún úr innvortis blæðingum af völdum svengdar eða streitu.Frá leitinni að Noru í regnskóginum.Vísir/APÍ yfirlýsingu sem foreldrar Noru sendu frá sér í dag segjast þeir óska eftir frekari svörum um atburði síðustu daga. „Fyrstu niðurstöður úr krufningu hafa veitt okkur upplýsingar sem geta hjálpað okkur að skilja dánarorsök Noru. En fallega, saklausa stúlkan okkar lést við gríðarlega flóknar aðstæður og við vonum að fljótlega verði okkur gefin frekari svör við ótal spurningum okkar. Við eigum enn í erfiðleikum með að ná utan um atburði síðustu tíu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Þá þakkar fjölskyldan embættismönnum í Malasíu fyrir sýndan hlýhug, svo og lögreglu og leitarmönnum fyrir hjálpina. „Við hyggjumst flytja Noru heim þar sem hún verður loksins lögð til hvílu, nálægt ástríkum fjölskyldum sínum í Frakklandi og á Írlandi.“ Talið er að Nora hafi látist um tveimur til þremur dögum áður en lík hennar fannst. Ekki er grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað þrátt fyrir að lík hennar hafi ekki verið í neinum fötum þegar það fannst.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36 Líkið sem fannst er af Noru Fjölskylda hennar bar kennsl á líkið í dag. 13. ágúst 2019 14:08 Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Fundu lík við leitina að Noru Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst. 13. ágúst 2019 10:36
Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin. 15. ágúst 2019 17:55