Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 11:41 Crystal Liu fer með aðallhlutverk nýrrar Mulan-endurgerðar. Vísir/Getty Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira