Al-Bashir var hrakinn frá völdum í byrjun apríl en hann hafði setið sem forseti landsins frá árinu 1989. Hann hefur síðan setið í fangelsi í Kobar en kom fyrir dóm á mánudag vegna ákæra um peningaþvætti.
Um miðjan apríl fundust skjalatöskur fullar af reiðufé og var þar nokkra gjaldmiðla að finna. Alls fundust um 350 þúsund Bandaríkjadalir, sex milljónir Evra og fimm milljarðar súdanskra punda. Heildarupphæðin nemur um 1,5 milljörðum íslenskra króna.

Ahmed Ali Mohamed, rannsóknarlögreglumaðurinn, sagði í dómssal að al-Bashir hafi játað að hafa þegið 25 milljónir dollara frá Mohammed Bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu. Það nemur um 3,1 milljörðum íslenskra króna. Mohamed bætti því við að al-Bashir hafi þegið fjármagn frá fleiri Sádi-Aröbum.