Lúsmý sækir í Vinstri græn en forðast Pírata Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2019 06:00 Sumarhúsaeigendur á Suðvesturlandi hafa ekki farið varhluta af faraldri lúsmýs í sumar. Fréttablaðið/Pjetur Tæp 23 prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi á Íslandi síðastliðna tólf mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Þá segjast tæp 59 prósent þekkja einhvern sem hafi verið bitinn. Tekið skal fram að hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika. Það er því aðeins tæpur þriðjungur sem hvorki hefur verið bitinn, né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Athyglisvert er að sjá mismunandi niðurstöður eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru líklegastir til að hafa verið bitnir af lúsmýi. Rúmur þriðjungur þeirra, eða 34 prósent, hefur verið bitinn. Þá höfðu 32 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 30 prósent Framsóknarmanna verið bitin. Hins vegar hafa aðeins 16 prósent stuðningsmanna Pírata verið bitin og 19 prósent Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna. Fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins og 22 prósent Samfylkingarfólks hafa verið bitin.Lúsmý hefur breiðst út á Suðvesturlandi frá því að þess varð fyrst vart í einhverjum mæli í Kjós og Svínadal sumarið 2015.Mynd/Erling ÓlafssonKolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé hversu mikil náttúrubörn Vinstri græn séu. „Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ segir Kolbeinn og hlær. Sjálfur segist hann ekki hafa verið bitinn af lúsmýi í sumar en hafi þó verið bitinn af venjulegu mýi. Hann dvelur mikið í sumarbústað í Þjórsárdal en lúsmýið hefur ekki enn náð þangað. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“ Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar varð lúsmýs fyrst vart í einhverjum mæli sumarið 2015 og þá í Kjós og Svínadal. Síðan þá hefur lúsmýið breiðst út og finnst nú á Suðvesturlandi, upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Heldur fleiri konur en karlar segjast hafa verið bitnar af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum. Þannig höfðu 26 prósent kvenna en 20 prósent karla verið bitin. Yngra fólk er líklegra til hafa verið bitið af lúsmýi en eldra fólk. Um 30 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára hafa verið bitin en aðeins 14 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lúsmý Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Tæp 23 prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi á Íslandi síðastliðna tólf mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Þá segjast tæp 59 prósent þekkja einhvern sem hafi verið bitinn. Tekið skal fram að hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika. Það er því aðeins tæpur þriðjungur sem hvorki hefur verið bitinn, né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Athyglisvert er að sjá mismunandi niðurstöður eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru líklegastir til að hafa verið bitnir af lúsmýi. Rúmur þriðjungur þeirra, eða 34 prósent, hefur verið bitinn. Þá höfðu 32 prósent stuðningsmanna Viðreisnar og 30 prósent Framsóknarmanna verið bitin. Hins vegar hafa aðeins 16 prósent stuðningsmanna Pírata verið bitin og 19 prósent Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna. Fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins og 22 prósent Samfylkingarfólks hafa verið bitin.Lúsmý hefur breiðst út á Suðvesturlandi frá því að þess varð fyrst vart í einhverjum mæli í Kjós og Svínadal sumarið 2015.Mynd/Erling ÓlafssonKolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé hversu mikil náttúrubörn Vinstri græn séu. „Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ segir Kolbeinn og hlær. Sjálfur segist hann ekki hafa verið bitinn af lúsmýi í sumar en hafi þó verið bitinn af venjulegu mýi. Hann dvelur mikið í sumarbústað í Þjórsárdal en lúsmýið hefur ekki enn náð þangað. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“ Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar varð lúsmýs fyrst vart í einhverjum mæli sumarið 2015 og þá í Kjós og Svínadal. Síðan þá hefur lúsmýið breiðst út og finnst nú á Suðvesturlandi, upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Heldur fleiri konur en karlar segjast hafa verið bitnar af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum. Þannig höfðu 26 prósent kvenna en 20 prósent karla verið bitin. Yngra fólk er líklegra til hafa verið bitið af lúsmýi en eldra fólk. Um 30 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára hafa verið bitin en aðeins 14 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lúsmý Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira