1 + 1 = 3 Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Áhrifamaður í skipulagi höfuðborgarsvæðisins á síðustu áratugum skrifaði grein í Kjarnann á dögunum þar sem hann lýsti efasemdum um áhrif fyrirhugaðrar Borgarlínu á umferðarmál í Reykjavík. Í niðurlagi greinarinnar leggur höfundur til að betra sé að halda áfram á sömu braut í umferðarmálum og áður og byggja upp þjóðvegi í borginni „samhliða hæfilegum endurbótum á almenningssamgöngum“. Degi áður birtist á forsíðu Morgunblaðsins gagnrýni á gatnamót í miðborg Reykjavíkur þar sem þeim er lýst sem mistökum vegna þess hve illa þau anna bílaumferð. Í umræðu um skipulagsmál snúast rökræður oft um samanburð á ólíkum borgum og kostnað við mismunandi skipulagsáætlanir. Vandinn við þessa umræðu er að hlutaðeigandi nálgast hana gjarnan á gjörólíkum forsendum. Það er ljóst að hluta borgarbúa finnst eftirsóknarvert búa í umhverfi sem er skipulagt út frá einkabílnum og nálgast því umræðu um skipulagsmál út frá þeirri afstöðu. Svo eru það hinir sem sjá borgina í öðru samhengi og líta á gatnakerfið sem einn þátt í flóknu samspili margra þátta borgarumhverfisins sem hefur afgerandi áhrif á líf og heilsu meirihluta landsmanna. Fyrir þeim eru miðborgargatnamót sem voru hönnuð með forgang gangandi vegfarenda í huga ekki mistök heldur jákvætt púsl í stærri jöfnu. Hið sama gildir um Borgarlínuna og væntan kostnað við hana. Fyrir þessu fólki snúast samgöngur um miklu meira en gatnakerfið og mismunandi ferðamáta. Allt er þetta afstætt en það er óþarfi að leita lengra en á Siglufjörð til að finna dæmi um hvernig margir ólíkir en samstilltir þættir geta gerbreytt samfélögum. Eflaust hafa margir hrist hausinn þegar einn athafnamaður fjárfesti milljarða í uppbyggingu á gisti-, veitinga- og afþreyingaraðstöðu samhliða fjárfestingu í líftæknifyrirtæki í rétt rúmlega þúsund manna bæ. Í gegnum 68 herbergja hótel, kaffihús, skíðasvæði og golfvöll á landsbyggðinni er erfitt að ná til baka milljarða fjárfestingum en það var ekki það sem vakti fyrir fjárfestinum. Sýn hans var mun stærri. Að skapa samkeppnishæft umhverfi í gegnum mörg ólík verkefni var markmiðið og árangurinn er einstakur. Nú örfáum árum síðar berast fréttir af hámenntuðu og reynslumiklu fólki sem flyst til Siglufjarðar til að starfa við hátæknistörf í umhverfi sem býður upp á mikil lífsgæði og fjölbreytt tækifæri. Í kjölfarið sækir líftæknifyrirtækið nú fram á alþjóðlegum mörkuðum af miklum krafti með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið. Líkt og Siglufjörður er orðinn samkeppnishæft samfélag við Reykjavík getur höfuðborgarsvæðið orðið samkeppnishæft á alþjóðavísu ef við lítum á fjárfestingar í þágu lýðheilsu og loftslagsmála sem hluta af stærra samhengi í stað þess að horfa á borgarsamfélagið í gegnum rörsýn gatnakerfisins.Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Áhrifamaður í skipulagi höfuðborgarsvæðisins á síðustu áratugum skrifaði grein í Kjarnann á dögunum þar sem hann lýsti efasemdum um áhrif fyrirhugaðrar Borgarlínu á umferðarmál í Reykjavík. Í niðurlagi greinarinnar leggur höfundur til að betra sé að halda áfram á sömu braut í umferðarmálum og áður og byggja upp þjóðvegi í borginni „samhliða hæfilegum endurbótum á almenningssamgöngum“. Degi áður birtist á forsíðu Morgunblaðsins gagnrýni á gatnamót í miðborg Reykjavíkur þar sem þeim er lýst sem mistökum vegna þess hve illa þau anna bílaumferð. Í umræðu um skipulagsmál snúast rökræður oft um samanburð á ólíkum borgum og kostnað við mismunandi skipulagsáætlanir. Vandinn við þessa umræðu er að hlutaðeigandi nálgast hana gjarnan á gjörólíkum forsendum. Það er ljóst að hluta borgarbúa finnst eftirsóknarvert búa í umhverfi sem er skipulagt út frá einkabílnum og nálgast því umræðu um skipulagsmál út frá þeirri afstöðu. Svo eru það hinir sem sjá borgina í öðru samhengi og líta á gatnakerfið sem einn þátt í flóknu samspili margra þátta borgarumhverfisins sem hefur afgerandi áhrif á líf og heilsu meirihluta landsmanna. Fyrir þeim eru miðborgargatnamót sem voru hönnuð með forgang gangandi vegfarenda í huga ekki mistök heldur jákvætt púsl í stærri jöfnu. Hið sama gildir um Borgarlínuna og væntan kostnað við hana. Fyrir þessu fólki snúast samgöngur um miklu meira en gatnakerfið og mismunandi ferðamáta. Allt er þetta afstætt en það er óþarfi að leita lengra en á Siglufjörð til að finna dæmi um hvernig margir ólíkir en samstilltir þættir geta gerbreytt samfélögum. Eflaust hafa margir hrist hausinn þegar einn athafnamaður fjárfesti milljarða í uppbyggingu á gisti-, veitinga- og afþreyingaraðstöðu samhliða fjárfestingu í líftæknifyrirtæki í rétt rúmlega þúsund manna bæ. Í gegnum 68 herbergja hótel, kaffihús, skíðasvæði og golfvöll á landsbyggðinni er erfitt að ná til baka milljarða fjárfestingum en það var ekki það sem vakti fyrir fjárfestinum. Sýn hans var mun stærri. Að skapa samkeppnishæft umhverfi í gegnum mörg ólík verkefni var markmiðið og árangurinn er einstakur. Nú örfáum árum síðar berast fréttir af hámenntuðu og reynslumiklu fólki sem flyst til Siglufjarðar til að starfa við hátæknistörf í umhverfi sem býður upp á mikil lífsgæði og fjölbreytt tækifæri. Í kjölfarið sækir líftæknifyrirtækið nú fram á alþjóðlegum mörkuðum af miklum krafti með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið. Líkt og Siglufjörður er orðinn samkeppnishæft samfélag við Reykjavík getur höfuðborgarsvæðið orðið samkeppnishæft á alþjóðavísu ef við lítum á fjárfestingar í þágu lýðheilsu og loftslagsmála sem hluta af stærra samhengi í stað þess að horfa á borgarsamfélagið í gegnum rörsýn gatnakerfisins.Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar