Þremur íslenskum CrossFit stelpum spáð meðal fjögurra efstu á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir tók sjálfu af sér og öllum íslensku keppendunum en með henni á myndinni eru Katrín Tanja, Sara, Björgvin Karl, Þuríður Erla og Eik. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag í Madison í Wisconsin-fylki. Þetta eru þrettándu heimsleikarnir frá upphafi og eins og áður ætlar íslenska CrossFit fólkið að láta til sína taka á leikunum í ár. Veðbankar heimsins hafa líka mikla trú á íslensku stelpunum í ár þótt þeir telji að sigurganga tveggja magnaðra íþróttamanna haldi áfram. Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser hefur unnið þrjú ár í röð hjá körlunum og hin ástralska Tia-Clair Toomey getur unnið þriðja árið í röð hjá konunum. Þeim er spáð sigri hjá veðbönkunum. Tia-Clair Toomey ætti hins vegar að fá mestu keppnina frá íslenskum CrossFit-drottningunum því okkar konur eiga næstu þrjú sæti hjá veðbönkunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er líklegust til afreka af íslensku konunum en hún er í öðru sæti hjá spámönnunum. Sara hefur átt magnað ár í ár og mætir líka mjög hungruð til leiks enda sú eina af þessum þremur íslensku CrossFit-drottningunum sem hefur ekki unnið heimsleikana. Það hefur bara örlítið vantað upp á hjá Söru síðustu ár en margir binda vonir til þess að nú hafi hún lukkuna með sér í liði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er spáð þriðja sætinu eða sama sæti og hún tók í fyrra. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum eða 2015 og 2016 og hefur verið að gera frábæri hluti sem stórstjarna í CrossFit sportinu. Katrín Tanja tryggði sig snemma inn á leikana og fékk því nægan tíma til að stilla sig inn á ágúst 2019. Goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur er einnig spáð velgengni á tíundu heimsleikunum sínum en veðbankar spá henni fjórða sætinu. Anníe Mist kom CrossFit á kortið á Íslandi þegar hún varð fyrsta konan í sögunni til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum en hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall sem er met. Hjá körlunum Björgvini Karli Guðmundssyni er líka spáð góðu gengi og er oftast meðal efstu fjögurra efstu þegar veðbankar eru að spá. Þeir sem eru settir á undan honum eru fyrrnefndur Mat Fraser og svo Kanadamennirnir Patrick Vellner og Brent Fikowski. Björgvin Karl er eini Íslendingurinn sem keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár.Vísir og Stöð 2 Sport 3 verða með beina útsendingu frá heimsleikunum í ár og hér á Vísi munum við líka bjóða upp á beina textalýsingu frá keppninni. Heimsleikarnir hefjast í dag 1. ágúst en lýkur á sunnnudaginn kemur. Útsendingin frá þessum fyrsta degi hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma en textalýsingin byrjar aðeins fyrr. View this post on InstagramIceland Strong! #ready #strong #proud #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 30, 2019 at 6:04pm PDT CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag í Madison í Wisconsin-fylki. Þetta eru þrettándu heimsleikarnir frá upphafi og eins og áður ætlar íslenska CrossFit fólkið að láta til sína taka á leikunum í ár. Veðbankar heimsins hafa líka mikla trú á íslensku stelpunum í ár þótt þeir telji að sigurganga tveggja magnaðra íþróttamanna haldi áfram. Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser hefur unnið þrjú ár í röð hjá körlunum og hin ástralska Tia-Clair Toomey getur unnið þriðja árið í röð hjá konunum. Þeim er spáð sigri hjá veðbönkunum. Tia-Clair Toomey ætti hins vegar að fá mestu keppnina frá íslenskum CrossFit-drottningunum því okkar konur eiga næstu þrjú sæti hjá veðbönkunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er líklegust til afreka af íslensku konunum en hún er í öðru sæti hjá spámönnunum. Sara hefur átt magnað ár í ár og mætir líka mjög hungruð til leiks enda sú eina af þessum þremur íslensku CrossFit-drottningunum sem hefur ekki unnið heimsleikana. Það hefur bara örlítið vantað upp á hjá Söru síðustu ár en margir binda vonir til þess að nú hafi hún lukkuna með sér í liði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er spáð þriðja sætinu eða sama sæti og hún tók í fyrra. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum eða 2015 og 2016 og hefur verið að gera frábæri hluti sem stórstjarna í CrossFit sportinu. Katrín Tanja tryggði sig snemma inn á leikana og fékk því nægan tíma til að stilla sig inn á ágúst 2019. Goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur er einnig spáð velgengni á tíundu heimsleikunum sínum en veðbankar spá henni fjórða sætinu. Anníe Mist kom CrossFit á kortið á Íslandi þegar hún varð fyrsta konan í sögunni til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum en hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall sem er met. Hjá körlunum Björgvini Karli Guðmundssyni er líka spáð góðu gengi og er oftast meðal efstu fjögurra efstu þegar veðbankar eru að spá. Þeir sem eru settir á undan honum eru fyrrnefndur Mat Fraser og svo Kanadamennirnir Patrick Vellner og Brent Fikowski. Björgvin Karl er eini Íslendingurinn sem keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár.Vísir og Stöð 2 Sport 3 verða með beina útsendingu frá heimsleikunum í ár og hér á Vísi munum við líka bjóða upp á beina textalýsingu frá keppninni. Heimsleikarnir hefjast í dag 1. ágúst en lýkur á sunnnudaginn kemur. Útsendingin frá þessum fyrsta degi hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma en textalýsingin byrjar aðeins fyrr. View this post on InstagramIceland Strong! #ready #strong #proud #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 30, 2019 at 6:04pm PDT
CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira